Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 13
Jóhann kom frá Finnlandi og sigraði Nafn: Jóhann Haukur Björnsson, 16 ára, Umf. Biskupstungna, HSK. Hafnaði í fyrsta sæti í 800 m hlaupi, 4x100 m hlaupi og öðru sæti í 100 m hlaupi og langstökki. Jóhann Haukur er nú búsettur í Ekenaes í Finnlandi, en kom til Islands í sumar og rakaði saman 16 verðlaunum á fjórum mótum sem hann tók þátt í! Fyrsta reynsla af íþróttum? „Ég keppti í fyrsta sinn á innanhússmóti HSK 1986 og varð í þriðja sæti í langstökki." Uppáhaldsgrein? „400 m hlaup.“ Erfiðasti andstæðingur? „Stefán Gunnlaugsson UMSE.“ Besti árangur: Langstökk 6,10 m 100 m hlaup 11,70 sek. 400 m hlaup 53,50 sek., HSK- met 800 m hlaup 2,07,88 mín. 300 m hlaup 39,12 sek„ HSK-met 200 m hlaup 23,70 sek., HSK- met íslandsmeistaramót 15-18 ára 1992 1. sæti 400 m hlaup 2. sæti 100 m hlaup 3. sæti langstökk íþróttahátíð HSK 1992 HSK-meistari í 100 m hlaupi 400 m hlaupi 800 m hlaupi langstökki 4x100 m boðhlaupi 17-18 ára íslandsmeistaramót 22 ára og yngri 4. sæti 200 m hlaup 1. sæti 4x100 m boðhlaup 2. sæti 4x400 m boðhlaup Finnsk-sænska meistaramótið 1992 3. sæti langstökk, 6,10 m Kosinn íþróttastrákur skólans í Ekenáes skólaárið 1991-1992. Kosinn íþróttamaður íþróttafélagsins í Ekenáes í frjálsum fþróttum 1992. Halldóra hefur bætt íslands metið fjórum sinnum Nafn: Halldóra Jónasdóttir, 15 ára, Umf. Skallagríms, UMSB. Setti fyrsta Islandsmetið sitt á árinu í spjótkasti á ULM þegar hún kastaði 45,24 m. Hún varð líka í fyrsta sæti í kúluvarpi. Halldóra hefur síðan bætt íslands- metið þrisvar sinnum, í 45,38 m, 45,88 m, og nú er metið hennar 47,54 m. Með- altalið á þessum mótum er 43,61 m sem er ótrúlegur árangur hjá svo ungri stúlku. I hvaða kasti hefurðu sett metin? „I fyrstu tvö skiptin setti ég þau í fyrsta kasti, en í síðari skiptin í fjórða og fimmta kasti.“ Fyrsta reynsla af íþróttum? „Ég byrjaði 12 ára að mæta á æfingar í Borgarnesi og á annarri æfingu prófaði ég að kasta spjóti og hef verið að því síðan.“ Uppáhaldsgrein? „Spjótkast." Erfiðasti andstæðingur? „Eng- inn.“ Besti árangur: Spjótkast 47,54 m Kúluvarp, inni 11,15 m Kúluvarp úti 11,05 m Islandsmethafi í spjótkasti frá 12 ára aldri: 1989 35,78 m, 400 gr 1990 37,76 m 1991 39,42 m 1992 47,54 m 7. september Islandsmethafi íkúluvarpi: 1989 12 ára og yngri 4 kg, 8,25 m og 3 kg, 9,93 m (innanhúss) 1991 13-14 ára, 10,95 m (utanhúss). Islandsmeistari í spjótkasti 1989, 1990, 1991 og 1992 Islandsmeistari í kúluvarpi, utanhúss 1989 2. sæti 1990 1. sæti 1991 1. sæti 1992 Innanhúss: 3. sæti 1990 1. sæti 1991 Jóhann Haukur Björnsson. Næsta takmark? „Að ná lágmörk- um í langstökki og 60 m hlaupi til að komast á finnsk-sænska meistaramótið. Lágmark í langstökki er 6,30 m og 7,40 sek. í 60 m hlaupi.“ Framtíðaráform? „Ég ætla að einbeita mér að tugþraut á næsta ári og er núna að æfa á fullu en ef það gengur ekki sný ég mér að bestu greininni. Ég æfi nú 6-7 sinnum í viku í minnst tvo klukkutíma á dag.“ Halldóra Jónasdóttir. Norðurlandameistaramót unglinga í Finnlandi 1992 5. sæti spjótkast 43,86 m Næsta takmark? „Ég set markið ekki hátt en reyni að gera mitt besta." Framtíðaráform? „Ég ætla að halda áfram og vona að allt gangi vel.“ Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.