Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 32
V IÐT A L þannig að þetta kerfi nýttist ekki eins vel og ætla mætti. Væntingar voru þá miklar, liðið var tvisvar búið að ná sjötta sæti og menn farnir að vonast eftir verðlaunasæti. Markmiðið var sett mjög hátt og það eykur spennustigið gífurlega mikið. Strákarnir æfðu mjög mikið og flestir sem til þekkja viður- kenna að undir lok undirbúningsins hafi æfingar verið of erfiðar. Upp úr þeim náði landsliðið sér ekki og ég man eftir því að ég hitti nokkra landsliðsmenn rétt áður en þeir lögðu af stað til Seoul, en íþróttamenn segja gjaman að það sé hápunkturinn að taka þátt í OL. Þeir sögðust verða fegnir þegar þetta yrði búið. Þeir voru orðnir andlega þreyttir áður en þeir lögðu af stað á leikana. Ef við lítum aðeins á þetta atriði þá er kannski ekkert svo skrýtið að liðið hafi aldrei náð sér á strik, jafnvel þó þetta hafi verið mjög sterkt landslið og á pappírunum jafnvel sterkara eða jafn- sterkt og var að leika núna. Þó er það alltaf afstætt að bera svona saman og auðvitað eiga menn að gera sem minnst af því, vegna þess að riðlarnir eru svo misjafnir." Aðrar þjóðir æfa ekki meira en við Getci Islendingar náð eins góðum ár- angri og atvinnumannaþjóðir efþeir œfa ekki eins og atvinnumenn ? „Þegar við tölum um atvinnu- mennsku í handbolta þá er í raun, eins og t.d. í Þýskalandi, Svíþjóð og hjá fleiri þjóðum, verið að tala um það að menn fái borgað fyrir að spila, en þessir menn æfa ekkert mikið meira en við. Þeir æfa á kvöldin og það eru sérstakar æfingar tvisvar í viku. Eg tel að eins og íslenska liðið æfir í dag þá sé ekki hægt að æfa mikið meira. Skilyrði þess að lið geti náð árangri er að allt smelli saman. Undirbúningur verður að vera góður, liðið þarf að vera rétt samsett og auðvitað líka að vera heppið með riðil. Núna lentum við í hagstæðum riðli og það kom í ljós að þrír úrslitaleikir kornu úr hinum riðl- inum. Liðið tók þátt í þessari keppni með svipuðu hugarfari og í Los Angeles og B-keppninni í Frakklandi, þannig að ég held að sá lærdómur sem við hljótum að draga af þessu sé sá að undirbúningur sé hæfilega mikill, hugarfarið rétt og að ekki sé verið að reisa skýjaborgir áður en keppnin hefst. Þetta er það fyr- irkomulag sem virðist henta okkur. Sú hætta sem ég tel vera fyrir hendi nú er að undirbúningur verði aukinn til muna og æft verði tvisvar á dag. Eg held að það myndi ekki skila sér í betri árangri því að þetta er ekki spurning um fjölda æfinga heldur gæði. Leikmaður getur æft í fjóra tíma á dag, en tekur einungis á í tvo tíma vegna þess að hann er orðinn svo leiður á æfingunum. Það skiptir miklu máli að leikmenn hafi gaman af því að spila handbolta. Það er bagalegt þegar HSI er orðið svo févana að tvísýnt er orðið hvort landsliðið komist í þær ferðir sem þarf að fara í. Það er auðvitað mjög trufl- andi, bæði fyrir þjálfarann og leikmenn og þetta þarf að laga fyrir '93 - '95 ef við gerurn kröfu um það að jafna þann árangur eða ná betri árangri en við höfum nú náð.“ Hverju vilt þú spá um gengi liðsins? „Fjórða sætið er auðvitað frábær árangur og hann er nú orðinn að við- miðun og auðvitað er spurning hvenær við fáum aftur þetta góða tækifæri þegar öll skilyrði eru hagstæð. Vandamálið nú er að kröfurnar auk- ast. Bæði almenningur og leikmenn gera kröfur og hafa væntingar um ákveðinn árangur, en landsliðsþjálfarinn er að- eins að reyna að draga úr því og segir að það sé gott að vera í einu af átta efstu sætunum og segist svo stefna að verð- launasæti '95. Spurningin nú er hvaða leið hann muni velja að því marki, mun hann fara með liðið sem hann hefur í dag eða mun hann fara með liðið sem hann ætlar að láta leika '95. Fari hann með það lið sem hann ætlar að láta leika '95 þá held ég að það muni draga svolítið úr kröfunum og væntingunum. Þá segja menn sem svo: Hann er að fara með unga stráka og er að byggja upp. Kalli hann hins vegar á Sigurð Sveins- son og þessa stráka þá munu kröfurnar um góðan árangur verða mun meiri eins og gefur að skilja. Eg er ekki að leggja mat á það hvor leiðin sé rétt eða röng og landsliðsþjálfari hvers tíma verður að standa og falla með þeim ákvörðunum sem hann tekur.“ Samanburður einstaklings- og hópíþrótta ósanngjarn Við vœntum mikils af frjálsíþrótta- og sundfólkinu okkar sem fór á OL. Það á að vera í toppformi, en allt kemur fyrir ekki. Fólk spyr hvers vegna það standi sig ekki betur eftir að hafa œft og stefnt að settu marki í langan tíma. Hvað er það sem gerist? Getur það ekki tekið tilsögn? Er sanngjarnt að bera saman árangur einstaklingsíþróttamanna og hópíþróttamanna ? „Nei, það er ekki sanngjarnt að bera saman einstaklingsíþróttagreinar og hópíþróttagreinar. í handboltanum eru tólf lið og neðsta sætið er 12. sæti. Spjótkastararnir eru margir og skilyrðið 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.