Skinfaxi - 01.05.1993, Side 7
Pálmi Gíslason formaður UMFÍ:
Hvers vegna að kaupa
íslenskar vörur?
Á 75 ára afmæli UMFÍ1982 hófu ungmennafélagar fyrstir allra baráttu fyrir
þvíað fá fólk til að kaupa fremur innlendar vörur en innfluttar þar sem því
yrði við komið. Kjörorðið var „Eflum íslenskt” og hjólað var hringinn í
kringum landið, samtals í 17 daga. Þessi barátta vakti mikla athygli og var
árangur vel merkjanlegur á innkaupum fólks. Þó vakti takmarkaður áhugi
iðnaðarfólks og verkalýðshreyfingar vonbrigði, sömuleiðis ýmissa fram-
leiðenda. Því miður hafði UMFÍ hvorki fjármagn né aðstöðu til að halda
þessari baráttu áfram í sama mæli en hefur látið vita af sér á hverju ári. Nú
hafa sem betur fer margir látið til sín heyra á þessu sviði og veitir
sannarlega ekki af ef ekki á að fara illa.
Það eru aðeins fá ár síðan íslendingar
fengu sjálfstæði. Fyrir því varð að berjast
lengi og ortu þjóðskáldin fögur ætt-
jarðarljóð. Allir virtust tilbúnir að leggja
mikið á sig fyrir land og þjóð og til
dæmis var kjörorð UMFI „Islandi allt”.
Nú segja okkur ráðamenn að ef haldið
verði áfram á sömu braut og gert hefur
verið að undanförnu sé efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Við höld-
um áfram að flytja inn vörur sem við
framleiðum hér og eru síst lakari en þær
innfluttu og aukurn þannig vandann. Við
erurn auðvitað bundin á ýmsum sviðum
vegna samninga við aðrar þjóðir. En þó
að heimilt sé að flytja inn vörur svo að
hillur verslana svigni undan þeim þá eru
engar reglur um að við þurfum að kaupa
þær vörur, - því að slíkt er algjörlega
undir okkur sjálfum komið. Afkomendur
þeirra sem sáu sjálfstæðisdrauminn rætast
láta sig margir hverjir engu skipta, hvort
varan sem lendir í innkaupatöskunni er
erlend eða innlend. Auðvitað ráða versl-
unarmenn nokkru hér um. Ekki er óal-
gengt að íslenska varan fái lakari stað í
verslunum og sé jafnvel stundum ekki til
þó að jafngóð íslensk vara á síst lakara
verði sé í boði. Þegar slíkt gerist eigum
við að Iáta í okkur heyra og ef ekki
verður breyting á - að sniðganga þá slíkar
verslanir. Eg hef oft bent verslun-
areigendum á þegar innlenda vöru vantar
og hef síðan fylgst með því að yfirleitt
hefur verið bætt úr. Þetta sýnir að hér
getur verið um hreint athugunarleysi að
ræða.
Atvinnuleysi er eitthvert mesta böl
sem hægt er að lenda í. Afleiðingar þess
eru skelfilegar, - aukin neysla vímuefna,
sundrung margra fjölskyldna og ýmsir
kvillar á sál og líkama. Þeir eru reyndar
til sem halda því fram að ekkert óeðlilegt
sé við það að hér ríki atvinnuleysi í
samræmi við það sem sé í nágranna-
löndum okkar. Miklir ógæfumenn eru
það sem telja slíkt eðlilegt og rétt-
lætanlegt. Þeir nágrannar okkar sem við
berurn okkur gjarnan saman við greiða
svo háar atvinnuleysisbætur að vinnandi
fólk hér á landi mætti vel við una.
Afleiðingar atvinnuleysis þar eru þó
alvarlegar, hvað þá hér þar sem útilokað
er að lifa af slíkum bótum einum. Á
þessum erfiðu tímum hefur gripið um sig
mikið tískufyrirbrigði, - það er að öll
fyrirtæki þurfi að fækka starfsfólki og er
þetta þá gert í nafni hagræðingar og
sameiningar. Árangurinn hefur í mörgum
tilfellum verið sá einn að skapa meiri
atvinnu- og öryggisleysi en rekstrarbatinn
verður enginn. Eg er ekki að halda því
fram að ekki geti verið ástæða til að
sameina fyrirtæki eða fækka fólki, en
þegar það er orðið eins og trúarbrögð þá
er ekki von á góðu. Við eigum leið, kæri
lesandi, hún er sú að nota hvert tækifæri
til að hvetja aðra til að nota og neyta þess
sem íslenskt er. Þeir sem sjá um innkaup
í stórar stofnanir, hvort sem þær eru
rfkisreknar eða á vegum bæja og sveitar-
félaga eða einhverra annarra, hafa mikil
völd. Sameiginlega geta þeir, ásamt
okkur hinunr, útrýmt stórurn hluta
atvinnuleysis á Islandi. Sú barátta sern nú
er uppi verður að halda áfram. Þetta er
mál okkar allra og við verðurn öll að taka
þátt í henni. Við sern erurn fullorðin
eigum flest börn og mörg okkar barna-
börn. Fyrir þau viljum við flest gera, því
megum við ekki gleyma að tryggja þeim
atvinnu og framtíð. Þar er verk að vinna.
Því hvet ég alla til þess að láta ekki
deigan síga og stíga á stokk og strengja
þess heit að kaupa íslenska vöru þar sem
því verður við komið og hvetja aðra til
slíks hins sama, þá verður enn betra að
lifa á íslandi.
íslenskar vörur eiga í harðri samkeppni við ertenda framleiðslu um hillupláss í
verslunum.
Skinfaxi
7