Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 8
Orn Þórisson formaður UMSE: Viljum efla tengslin við félögin „Innan UMSE eru félög, sem eru einungis nafnið eitt. En si/o er aftur mjög blómleg starfsemi í öðrum, ” sagði Örn Þórisson formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar, þegar Skinfaxi leit við hjá honum á skrifstofunni að Óseyri 2 á Akueyri einn sólbjartan laugardagsmorgun ekki alls fyrir löngu. Ekki er langt síðan Örn tók við formennsku sambandsins af Þuríði S. Arnadóttur. Hann var áður varaformaður UMSE og þar áður meðstjórnandi. Hann segist kominn inn í starfið ,,í gegnum ieiklistar- og skemmtistarfið,” sem sé raunar fjáröflunarhliðin á íþróttastarf- seminni. Örn kemur úr Umf. Skriðuhrepps, þar sem hann kynntist starfi ungmenna- félagshreyfingarinnar fyrst. Hann var formaður þess félags í nokkur ár. Og nú er hann sumsé tekinn við formennsku í UMSE og ræðir um virk félög og óvirk. „I sumum tilvikum er alls ekki hægt að blása lífí í þau félög, sem hafa verið óvirk. Viðkomandi sveitarfélög eru orðin svo fámenn, að það er enginn til að starfa í ungmennafélögunum. Þau eru þarna að Örn Þórisson formaður UMSE á skrifstofu sambandsins að Óseyri 2. nafninu til. Þau eru það dauð, að það er ekki einu sinni hægt að fá þau til þess að sameinast. Það er enginn áhugi hjá þeim sem eru að nafninu til í forystu. Það hafa verið ákveðnar þreifingar í gangi hjá Möðruvallasókninni og Skriðu- hreppnum um sameiningu. En það eru skiptar skoðanir og menn spyrja sig hverju sé verið að sameinast og hvað ávinnist við það.” -En svo eru önnur félög innan sam- bandsins sem starfa afkrafti? „Jú, sem betur fer. Meiri hluti aðildarfélaganna er starfandi. Framtíðin, Arroðinn, Æskan og Skriðuhreppurinn hafa verið virk félög, en þau hafa beitt sér á mismunandi sviðum. Umf. Skriðuhrepps hefur einbeitt sér að leiklistarstarfi og ýmsu á skemmtanasviðinu.” -Hvað er helst fram undan hjá sam- bandinu núna? „Það er meistaramótið í sumar og svo að sjálfsögðu landsmótið á næsta ári. Við erum að hefja undirbúning fyrir þátttöku í hinu síðarnefnda. En stærstu verkefnin eru varðandi fjáröflunina. Hún hefur gengið upp og ofan og stendur í járnum, miðað við að reyna að halda úti þeirri starfsemi sem við erum með. Það má ekkert bera út af.“ Tengsl félaganna við sambandið -Hvernig hefur verið með tengsl félag- anna við sambandið, hafa þau verið ntegi- lega mikil? „Eðlilega hafa félögin verið svolítið sér á báti. En það vantar nokkuð upp á að þau finni sig í sambandinu. Við ætlum að reyna að breyta því viðhorfi. Framkvæmda- stjórinn er nú ekki í fastri vinnu frá átta til fjögur, heldur vinnur hann þegar hann þarf að vinna, án þess þó að vera með ómælda heildarvinnutíma í mánuði. Félögin geta því beðið um hann á fundi og hafa meiri aðgang að honum heldur en tíðkast hefur. Þróunin hefur verið á þann veg, að sumum félögunum hefur fundist sam- bandið vera fyrir og að það sé dragbítur t.d. á fjáraflanir þeirra. Einstaka taka svo djúpt í árinni, að telja sambandið 18. aðildarfélagið innan svæðisins. Þetta er eðlilegt, þegar sambandið er, vegna einhvers rekstrar, sem félögin finna sig ekki í, að taka lottótekjur og aðra fjár- 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.