Skinfaxi - 01.05.1993, Qupperneq 15
Við þurfum betri
aðstöðu
- Rætt við Jón Sævar Þórðarson þjálfara UMSE í frjálsum íþróttum
Hann hefur um árabil helgað UMSE
krafta sína. Það má segja að hann
sé eins og sameiningartákn allra
þeirra innan sambandsins sem
stunda frjálsar íþróttir en hann
hefur með höndum að búa alla
þátttakendur 15 ára og eldri undir
keppni og mót að vetri sem sumri.
Hann leiðbeinir þeim og hvetur þá
til dáða og frekari afreka. Þetta er
Jón Sævar Þórðarson þjálfari.
unum á miðsvæðinu og vonandi verður
það til þess að efla íþróttastarfið í Glæsi-
bæjarhreppi, Skriðuhreppi og Arnarnes-
hreppi.“
Hlaupið á ganginum
„A Hrafnagili höfum við aðgang að
íþróttahúsi. A Akureyri er ég með æfingar
væri að hlaupa þarna á gaddaskóm. Svo fór
að við fengum ekki að vera þarna lengur
vegna brunahættu, held ég. Það er svo sem
ekkert við því að segja en við þetta þurfum
við að búa.
Vorið er versti tíminn, maí og fram
undir miðjan júní. Þá eru húsin lokuð og
útivellimir ekki komnir í notkun. Þá reynir
á ímyndunaraflið. “
Á ísköldum maídegi, þegar snjóað hafði
í fjöll sem byggð í Eyjafirði var hann
spurður nokkurra spurninga um starfið á
nýliðnum vetri, komandi sumri og stöðu
frjálsra íþrótta um þessar mundir.
„Það er góð hefð fyrir frjálsum íþróttum
í Eyjafirði, - en UMSE nær yfir sveitir
Eyjafjarðar utan Akureyrar. Grasrótar-
starfið fer fram út í félögunum en til þess
að sinna eldri þátttakendunum, 15 ára og
eldri, hefur verið ráðinn þjálfari
flestöll undanfarin ár.
Starfi rnínu sinni ég að
töluverðu leyti á Akureyri yfir
vetrarmánuðina þegar krakkarnir
eru komnir hingað í mennta-
skólann og verkmenntaskólann.
Þá er gott að halda hópnum sam-
an en á sumrin eru krakkarnir út
um allar trissur. Einnig er ég með
tvær æfingar á viku á Hrafnagili.
Að öðru leyti er þjálfunin mest í
höndum hinna einstöku félaga en þau
eru um tíu talsins sem hafa verið með
frjálsar íþróttir að marki síðustu árin.
Aðstaða þeirra er misjöfn eins og gengur.
Hún er orðin mjög góð á Dalvík með til-
komu nýja vallarins. Það er lfka þokkaleg
aðstaða í nágrannabyggðarlaginu Árskógs-
strönd en léleg annars staðar. Á sumrin
verða krakkarnir að sætta sig við að þjálfa
á túnum sem þeim standa ef til vill til
boða. Á veturna safnast þátttakendur frá
ákveðnu svæði saman eins og þeir sem búa
framan eða sunnan við Akureyri og á
Svalbarðsströndinni, en þau æfa á Hrafna-
gili þar sem þau sækja jafnframt skóla. Á
Dalvík koma einnig krakkar úr nágrenninu
til æfinga. Nú er í byggingu íþróttahús við
Þelamerkurskóla sem mun þjóna krökk-
Jón Sœvar Þórðarson.
í íþróttahöllinni en eina aðstaðan sem
okkur hefur verið boðið upp á þar er í
lyftingaklefanum. Af þeim sökum reyni ég
að leggja áherslu á lyftingar, en inn í
lyftingaæfingarnar reyni ég að blanda
hoppæfingum og því um líku, sem unnt er
að stunda í svo takmörkuðu rými. Ég þarf
oft að beita hugmyndafluginu til þess að
búa eitthvað til úr engu. Að vísu fengum
við um nokkurra mánaða skeið í vetur að
taka ræstingagang í höllinni undir
hlaupabraut en hann er 35 metrar að lengd
og 2,5 að breidd. Þetta var svona eins og
rör. Við settum gerviefni á gólfið svo unnt
Sumaraðstaðan
- Hvernig er sumaraðstaðan?
„Völlurinn á Dalvík er prýðilegur og nú
er verið að kaupa áhöld á hann en slíkt
hefur mjög verið sparað á völlunum alla
tíð. Til dæmis hafa aldrei verið til stang-
arstökksdýnur utan höfuðborgarsvæðisins,
- nerna ef til vill með einni undan-
tekningu. Slík dýna af bestu gerð
kostar milljón og við hana bætast
uppistöður og annar nauðsyn-
legur búnaðar. Allt kostar þetta
fjármuni en annaðhvort erum
við í þessu eða ekki.
k Okkur vantar völl hér í
I suðurenda UMSE-svæðisins
* og þá dettur mér helst Hrafna-
gil í hug, en þar er fyrir ákveð-
Pr_
Bætt aðstaða eflir
áhugann
- A hvað stefnið þið núna?
„Við höfum verið í 1. deild í frjálsum
undanfarin ár. Að sjálfsögðu er ætlunin að
halda hlut sínum þar og reyna jafnframt að
bæta hann. Landsmótið er á næsta ári og
vissulega er það stórt verkefni fyrir liðið.
Hvað einstaklingana varðar þá keppa þeir
að sínum markmiðum sem eru misjöfn
eftir því hvað þeir eru sterkir á sínu sviði.
Margir íþróttamenn héðan eru búsettir í
Reykjavík og jafnvel í útlöndunum, þess
vegna er hópurinn býsna dreifður. Ég reyni
eftir megni að fylgjast með hverjum og
einum til að halda tengslunum því að þetta
fólk keppir allt undir merkjum UMSE.
Skinfaxi
15