Skinfaxi - 01.05.1993, Síða 17
Hestaíþróttadeild Hrings á Dalvík:
Mikil fjölgun í
yngri flokkunum
„Það er að lifna yfir starfinu núna,
en að undanförnu hefur verið
háifgerð deyfð í því,“ sagði
Þosteinn Hólm Stefánsson
formaður hestaíþróttadeildar
Hrings, sem er eitt aðildarfélaga
UMSE.
Það var mikið um að vera á svæðinu við
Dalvík, þegar Hringur var sóttur heim nú í
vetrarlok. Daginn þann leiddu félagsmenn
saman hesta sína á rennisléttum ísnunt og
öttu kappi um hver væri dæmdur bestur
gæðinga. Þarna voru saman komnir knapar
á öllum aldri sem allir stefndu að sarna
takmarki, að taka þátt í skemmtilegri
keppni. Ekki spillti fyrir að hafna í
verðlaunasæti.
Félagsmenn hafa nú, ásamt fleirum,
komið sér upp aðstöðu í félagshesthúsi í
Hringsholti. í kjölfar þess hefur starfsemin
tekið við sér.
Að undanförnu hafa menn verið önnum
kafnir við að undirbúa þátttöku í mótum
sumarsins. Má þar nefna bikarmót
Norðurlands, fjórðungsmót og Islandsmót,
sem haldið verður á Akureyri.
„Unglingastarfið hefur tekið miklum
breytingum eftir að við fluttum í
félagshúsið,“ sagði Þorsteinn. „Nú er allt á
sama stað og miklu auðveldara að ná til
hinna yngri. Þeim hefur fjölgað verulega
að undanförnu og það þykir okkur mjög
jákvæð þróun.
Við höfum verið með námskeið fyrir
þau og stefnum að því að undirbúa þau
sérstaklega fyrir þátttöku í fjórðungs-
mótinu og bikarmótinu.“
Þorsteinn sagði að nú yrði lögð áhersla
á að halda áfram því uppbyggingarstarfi
Þorsteinn Hólm Stefánsson formaður
hestaíþróttadeildar Hrings á Dalvík.
sem þegar væri hafið. Það hefði svo
sannarlega sýnt sig, að það skilaði sér
betur og fyrr en menn hefðu þorað að
vona.
„Það er mjög garnan að keppa og í
sumar stefni ég á þátttöku í félags-
mótinu og öðrum þeim mótum, sem ég
kemst á,“ sagði Bergþóra Sigtryggs-
dóttir, 13 ára, frá Helgafelli. Hún
keppti á hryssunni Blædísi. Bergþóra
kvaðst fara mikið á hestbak og hafa
ntikinn áhuga á hestamennsku. Hún
sagðist eiga tvo hesta, annar væri lítið
taminn foli og hitt ekki keppnishross.
Þess vegna hefði hún fengið hryssuna
lánaða hjá frænda sínum til þess að
geta tekið þátt.
„Hesturinn minn heitir Sólmyrkvi
og ég fékk hann í fermingargjöf,” sagði
Rannveig Vilhjálmsdóttir, 14 ára
hestakona frá Syðra-Garðshorni.
Rannveig sagðist ríða mikið út, enda
eins gott, þar sem hún ætti fimm hesta.
Einn þeirra hefði hún fengið í
afmælisgjöf, annan í fermingargjöf,
eins og áður sagði og hina þrjá úr
stóðinu heima hjá sér.
í framtíðinni sagðist Rannveig
stefna á að fara í bændaskólann á
Hólum og verða síðan tamningamaður.
Hann Agnar Snorri Stefánsson, 12
ára knapi frá Dalvík, var ekki í
nokkrum vafa um hvað hann myndi
leggja fyrir sig í framtíðinni. Hann
sagðist ætla að verða hestamaður.
Agnar Snorri á hestinn Topp, sem
hann keppti á að þessu sinni. Þar að
auki á hann tvö tryppi og tvo fullorðna
hesta. Hann sagðist oft hafa keppt og
krækt í verðlaunapening 4-5 sinnum.
Skinfaxi
17