Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 23

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 23
Sigurður B. Stefánsson og María Rún Hafliðadóttir við hljóðnemann. UMFÍ á FM 95,7: Fjallað um ýmsa þætti starfsins Hleypt hefur verið af stokkurtum nýjum og sperinandi þætti á útvarpsstöðinni EFF EMM 95,7. Hann verður á dagskránni annað hvert fimmtudagskvöld í sumar, strax að loknum „ Vinsældarlista íslands“ á milli klukkan 22 og 24. Verður hann síðan endurtekinn sunnudagskvöldið á eftir, á milli klukkan 19 og 21. í þessum þætti verður meðal annars gerð grein fyrir öllu því helsta sem ungmennafélögin verða að fást við í sumar. Stjórnendur hans eru María Rún Hafliðadóttir, fegurðardrottning íslands 1992, og Sigurður B. Stefánsson stór- kapelán hjá IOGT. Það þótti upplagt að hafa samband við Sigurð og fá nokkrar upplýsingar um þetta skemmtilega framtak á öldum ljósvakans. ,,Það sem við ætlum okkur fyrst og fremst með þessum þætti, er að fjalla sem mest um félagsmál ungs fólks og um- hverfismál. Við ætlum að taka púlsinn á þeim hlutum sem eru að gerast á þessu sviði hverju sinni. í því sambandi má nefna skógræktardaga, sem haldnir verða í sumar, hin ýmsu íþróttamót á vegum UMFÍ og þar fram eftir götunum. Við munum einnig fylgjast með því helsta sem verður að gerast á meðal ungtemplara. I hverjum þætti munum við verða með umfjöllun um stangveiðar. Ymislegt fleira er fyrirhugað að taka fyrir, þegar reynsla verður komin á þáttinn. Hann er sjálfstæður, en IOGT leggur málinu lið og styrkir gerð hans hverju sinni.“ -Eiga félagsmenn hinna ýmsu félaga innan UMFÍ kost á því að hafa samband við ykkur og koma með ábendingar um efni? ,,Já, að sjálfsögðu. Við hvetjum þá eindregið til þess að hafa samband við okkur ef eitthvað er á döfinni,- ýmist með því að miðla til okkar upplýsingum ellegar koma til spjalls í þættinum, sem stendur þeim að sjálfsögðu opinn.“ Ársþing HHF: Tvö ný fé- lög í sam- bandið Ársþing Héraðssambandsins Hrafnaflóka var haldið 9. maí sl. Þar var m.a. samþykkt að veita tveim nýjum félögum inngöngu í sambandið. Það eru Golfklúbbur Patreksfjarðar og Golfklúbbur Bíldudals. Á þinginu urðu miklar umræður um skiptingu lottótekna. Var samþykkt að vinna að tillögum u'^ breytingu þar á og kynna þær vel fyrir næsta þing. Þá var rætt um fjölda fulltrúa, en fram til þessa hefur það verið föst tala, þrír fulltrúar á hvert félag. Var samþykkt að breyta því þannig, að nú verður einn fulltrúi fyrir hverja fyrstu fimmtíu í félagatali. Formaður Hrafnaflóka er nú Kristín Gísladóttir, ritari er Kristjana Andrés- dóttir, gjaldkeri er Hildur Valsdóttir. USÚ: Þjálfaramál í brennidepli Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts var haldið í Heppuskóla í marsmánuði síðastliðnum. Til umræðu kom meðal annars sameining liða USÚ og USVS í bikarkeppni. Hugmyndir þar að lútandi hafa verið uppi um nokkurt skeið, en engin ákvörðun tekin. Var samþykkt að setja málið í nefnd og athuga alla fleti þess. Þá var mikið rætt um þjálfaramál. Erfitt hefur reynst að halda úti þjálf- urum víða til sveita sökum fámennis. íþróttamaður ársins 1992 var kjörinn Rósa Steinþórsdóttir, fyrir góða frammistöðu í knattspyrnu. Formaður USÚ er Gunnar Þor- steinsson, Björn Guðbjörnson er gjaldkeri, Hreinn Eiríksson vara- formaður, Ingólfur Baldvinsson ritari og Pálmar Hreinsson meðstjórnandi. Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.