Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Síða 28

Skinfaxi - 01.05.1993, Síða 28
Góöur efniviður og raunhæfir möguleikar - segir Þráinn Hafsteinsson landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum ,, Við erum með margt afreksfólk og síðan unglinga, sem eiga að taka við af þeim eldri. ‘ ‘ Þráinn Hafsteinsson er landsliðs- þjálfarí í frjáisum íþróttum og tók við því starfi í febrúar síðast- liðnum. Þráinn var tekinn tali og spurður um starfið og ýmislegt því tengt. En fyrst var forvitnast um Þráin sjálfan. „Ég er uppalinn á Selfossi og byrjaði snemma í fótbolta og frjálsum íþróttum, reyndar í handbolta og körfubolta líka og öllu sem í boði var. Ég sneri mér síðan að frjálsíþróttunum eingöngu, þegar ég var sextán ára, og fór að æfa og keppa í tugþraut sautján ára, þar sem ég hef átt Islandsmet síðan 1983. Á menntaskóla- árunum æfði ég og keppti í Reykjavík en hélt til Bandaríkjanna að læra íþróttafræði í háskóla í Alabama. Þar keppti ég og átti mín bestu ár í íþróttunum, 1980-’84. Síðan gerðist ég aðstoðarþjálfari við háskólann og sinnti því starfi í tvö ár og kom heim ‘86. Þá gerðist ég þjálfari hjá HSK og kennari við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni.“ - Hvert er gengi tugþrautarinnar um þessar mundir? „Ef það er bjart fram undan í einhverri grein frjálsíþrótta, þá er það í tugþrautinni. Þar er gífurlegur efniviður á leiðinni til góðra afreka, bæði strákar sem eru rúmlega tvítugir og þeir yngri, 16-17 ára, sem eru mjög efnilegir. ‘‘ - Hvað veldur þessum áhuga? „Ætli það sé ekki fjölhæfnin og það hversu greinin er skemmtileg. Hún gefur ýmsa möguleika og kemur í veg fyrir að þú sért alltaf að gera það sama.“ - Hvert var svo fyrsta verkefni þitt sem landsliðsþjálfari ? „Það var að leggja línurnar fyrir þetta ár, skipuleggja starfsemina og hrinda síðan hlutunum í framkvæmd. Fyrsta verkið eftir skipulagsvinnuna var að velja stóran landsliðshóp, þrjú lið, - það er að segja landslið karla og kvenna, unglinga 17-20 ára og í fyrsta skipti völdum við nú landslið sveina og meyja 15-16 ára. Hópinn köllum við „Úrvalslið FRÍ 2000“. - Ertu með góðan efnivið? „Já, alveg örugglega, hann er alltaf fyrir hendi, þetta er bara spurning um að vinna úr þeim efniviði sem í hlut á hverju sinni. Við byrjuðum með æfingabúðir í mars. Þá kölluðum við fyrst til bæði spretthlaupara og langhlaupara eina helgi og síðan stökkvara og fjölþrautarfólk næstu helgi á eftir. Þá kallaði ég einnig til sérfræðinga í hverri grein mér til aðstoðar. Við fengum til okkar unglingalandsliðin í heild sinni í Mosfellsbæinn um hvítasunnuna en nú í júnílok fá þau að spreyta sig norður á Laugum í Þingeyjarsýslu. Hvað varðar karla- og kvennalands- liðið þá vinnum við meira með og í gegnum þjálfara félaganna þannig að unnt sé að byggja undirbúninginn á því sem hverjum og einum hentar best. Þá er sérhæfing orðin meiri en hjá þeim yngri og því gerðar aðrar kröfur.“ Sterkir einstaklingar „Helstu verkefni sumarsins eru Smá- þjóðaleikarnir og Evrópubikarkeppni landsliða sem eru alltaf mjög spennandi viðfangsefni en stærsta verkefni okkar á árinu er heimsmeistaramótið í Stuttgart í Þýskalandi í ágúst.“ - Hverjir eru möguleikar Islendinga á svo stóru móti? „Við eigum afreksmenn sem eiga raunhæfa möguleika á því að komast í úrslitakeppni 12 bestu, einkum þó í spjótkasti og kringlukasti og jafnvel í kúluvarpi. Við getum nefnt Sigurð Ein- arsson spjótkastara sem dæmis þegar hann náði fimmta sæti á síðustu Ólympíuleikum. Þegar menn eru komnir inn í úrslit á annað borð getur allt gerst. Lið okkar skipa síðan aðrir fjórir eða fimm sem gætu náð inn í úrslit á góðum degi. Fyrir utan þessa fjóra sem fóru á Ólympíuleikana, Einar Vil- hjálmsson, Véstein Hafsteinsson, Sigurð og Pétur erum við með menn eins og Einar Einarsson í 100 metra hlaupi, Sigurð Matthíasson í spjótkasti sem þriðja mann og Eggert Bogason í kringlukasti sem annan mann. I kvennalandsliðinu erum við með mjög góða keppendur. Við getum til dæmis nefnt Mörtu Ernsdóttur í lang- 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.