Skinfaxi - 01.05.1993, Page 29
hlaupunum en ég geri fastlega ráð fyrir því
að hún nái lágmarki í 10.000 metrunum.
Tvær stúlkur hafa þegar tryggt sér þátt-
tökurétt í mótinu, þær Þórdís Gísladóttir í
hástökkinu og Guðrún Arnardóttir í 100
metra grindahlaupi.“
Langtímamarkmið
- A hvað leggur þú áherslu sem lands-
liðsþjálfari?
„Mitt hlutverk er að skipuleggja und-
irbúning landsliðanna. Þar með vinn ég í
raun miklu meira sem skipuleggjandi
heldur en þjálfari einstaklinga. Ég þjálfa
enga slíka nema í starfi mínu sem þjálfari
HSK. Ég undirbý og skipulegg æfinga-
búðir og keppnisferðir, reyni að afla fólki
okkar þátttöku í mótum sem koma sér vel
sem undirbúningur fyrir stórmótin og svo
framvegis. Einnig skipulegg ég þjálf-
unarmál allra aldurshópanna frá hendi
Frjálsíþróttasambandsins.
Ég er í hálfu starfi eins og það heitir, -
fæ borgað fyrir hálft starf sem er síðan
rniklu meiri vinna í reyndinni, - það vita
þeir sem taka slíkt að sér.
Ég legg áherslu á að allt það sem við
höfum gert þessa mánuði sem ég hef verið
landsliðsþjálfari sé unnið með lang-
tímamarkmið í huga, - að langtíma-
uppbygging sé að hefjast. ‘ ‘
Efnilegir unglingar
- Lítur þú fram á bjarta daga í íslensk-
um friálsíþróttum ?
„Ég er mjög bjartsýnn. Við erum mjög
vel stæð hvað varðar afreksfólk eins og er,
en staðreyndin er sú að allt okkar besta
fólk er í kringum þrítugsaldurinn. Við
eigum aftur á móti mjög efnilega unglinga
um tvítugt og þar fyrir neðan sem við
bindum miklar vonir við og ætlum að
leggja áherslu á að koma upp í afreks-
mannahópinn á næstu árum. Til stendur að
gera það markvisst og á faglegan hátt.
Þetta er greinilega góður jarðvegur til að
vinna úr fyrir næstu ár, góður hópur bæði
þátttakenda og þjálfara út um allt land.
Starf mitt byggist mikið á samstarfi við
þjálfara hinna ýmsu félaga og sambanda
vítt og breitt urn landið. Það hefur ekki
staðið á jákvæðum viðbrögðum.“
- Þú starfar einnig á vegum HSK.
,,Þar annast ég þjálfun stórs hóps
íþróttafólks, um 50 manns. Ég er með
æfingar á Selfossi, Hvolsvelli og í
Reykjavík á veturna en í sumar flyst
starfsemin sem þar var upp í Mosfellsbæ.
Þetta er sterkt lið á aldrinum 15 ára og upp
úr. Við erum með margt afreksfólk og
síðan unglinga sem eiga eftir að taka við af
þeim eldri. Það er rík hefð fyrir frjálsum
Þráinn Hafsteinsson.
íþróttum á Suðurlandi og það er gott að
vinna á þessu svæði.“
- Finnst þér áhuginn vera að aukast?
,,A vissum svæðum eins og Rangár-
vallasýslu þar sern greinilega er mikill
uppgangur um þessar mundir. Á Selfossi
aftur á móti finnst mér heldur hafa dregið
úr þátttökunni, þar er svo margt annað sem
togar.“
Til framdráttar
- Nú er búið að vígja nýju aðstöðuna á
Laugardalsvellinum í Reykjavík. Fœr
frjálsíþróttafólk nœgilega mikil afnot af
honum eða eru þau oftakmörkuð?
100 m hlaup kvenna á vormóti HSK 1993.
„Því miður hafa notkunarreglurnar ekki
tekið mið af þörfum frjálsíþróttafólks sem
skyldi en verið er að reyna að komast að
samkomulagi um að unnt verði að nota
þessa góðu aðstöðu eins og nauðsyn
krefur. Ég efast ekkert um annað en það
eigi eftir að ganga í gegn, það tekur bara
smá tíma. Menn hafa ekki náð að tala
nægilega vel saman um þetta að því er
virðist. Nú, - ef þetta gengur ekki upp þá
höfum við aðgang að mjög góðri aðstöðu í
Mosfellsbæ þar sem okkur hefur verið
tekið sérstaklega vel og af miklum velvilja
hjá starfsfólkinu. Það sem háir okkur mest
er að okkur vantar góða innanhússhöll, -
ein slík með 200 metra braut og annarri
nauðsynlegri aðstöðu væri á við 10
„tartanvelli“ utanhúss. - Mér er kunnugt
um að aðstaða af þessu tagi er til athugunar
í Hafnarfirði en nokkur ár munu líða áður
en slíkt íþróttahús verður að veruleika.“
- Hvernig líst þér á Laugarvatn sem
nœsta landsmótsstað, þú œttir að vera
kunnugur aðstœðum þar.
,,Ég fullyrði að Laugarvatn sé besti
staðurinn á landinu til þess að taka við
landsmóti - þegar nýi völlurinn verður
kominn og sú aðstaða sem honum tilheyrir.
Þarna er allt sem til þarf. Ég vona bara að
það takist að gera nauðsynlegar fram-
kvæmdir í tæka tíð. Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra hefur gefið vilyrði
fyrir myndarlegu framlagi til þessa
verkefnis og hefur hann sýnt málinu
mikinn skilning. Ég er því sannfærður um
að þarna verður kominn fyrsta flokks
völlur að ári, sem á eftir að verða frjálsum
íþróttum til mikils framdráttar á komandi
árum.“
Skinfaxi
29