Skinfaxi - 01.05.1993, Side 30
Fósturbörnin:
Örfoka svæði grætt upp
- af Umf. Reyni á Hellissandi
Skógrœkt er afar mikilvcegur þáttur í uppgrœðslu landsins.
Hið viðamikla verkefni UMFÍ, „Fóst-
urbörnin, “ sem unnið hefur verið að
síðan 1991, hefur víða skilað
miklum og góðum árangri. Eitt ótal-
margra dæma af því tagi er fóstur-
barn Umf. Reynis á Hellissandi.
Félagsmenn hafa tekið að sér
græða upp örfoka svæði milli
Hellissands og Rifs.
Skinfaxi sló á þráðinn til Viðars
Gylfasonar formanns Umf. Reynis og
spurði hann hvernig uppgræðslan hefði
gengið. Viðar sagði, að starfið hefði hafist
fyrir rúmum tveim árum. Félagið hefði
fengið styrk úr pokasjóði á hverju ári.
,,Við höfum keypt áburð og fræ og
handdreift á nokkurn hluta svæðisins í
senn. Eg giska á að svæðið sem við erum
með í fóstri séu svona tveir ferkílómetrar. I
hitteðfyrra tókst sáningin mjög vel hjá
okkur og það kom vel upp. I fyrra tókst
hún ekki eins vel, því veðrið var verra og
þurrkarnir meiri. En árangurinn kemur
betur í ljós í sumar. Við sjáum þegar
mikinn mun á þessu svæði. Það er gaman
að geta bent fólki á þetta, einkum þeim
sem segja að það komi aldrei neitt til baka
af því sem greitt sé í pokasjóðinn. Þessu
fólki getum við bent á svæðið, sem er
talandi dæmi fyrir gagnsemi sjóðsins.“
Viðar sagði, að ekki yrði látið staðar
numið við uppgræðsluna þótt verkefninu
ljúki sem slíku í ár. Félagsmenn tækju
almennt þátt í þessu starfi. Fyrsta árið
hefðu um 40 manns verið með og um 30 í
fyrra. I sumar yrði haldin grillveisla fyrir
þá sem tækju þátt.
Viðar sagði enn fremur, að Untf. Reynir
legði einnig skógræktarfélaginu á staðnum
lið og gróðursetti tré á svipuðum slóðum
og sáningin færi fram.
„Það er mikill kraftur í landgræðslunni
hér og svo verður örugglega áfram.“
Að þessum orðum sögðum skal á það
minnt, að huga þarf að fósturbörnunum,
þótt hinu eiginlega tímabili ljúki. Hvert
einasta handtak, sem unnið er í þágu
landgræðslu, hreinsunar og umhverfis-
verndar yfirleitt, er ómetanlegt. Margt
smátt gerir eitt stórt. Við skulum vera þess
minnug og leggja okkar af mörkum til þess
að fegra Iandið okkar.
W w
VISNAÞATTUR
Ágætu lesendur. Brostu þá og brjóttu blað,
Ekki reyndust þeir margir, sem sendu bæt við sælustundu.
inn botna að þessu sinni. Raunar var ekki nema einn lesandi, Sveinn Sæmundsson, Og þá er það næsti fyrripartur. Hann
sem botnaði fyrripartinn, er birtist í síðasta tölublaði. Hann sendi sendi þrjá er svona:
botna. Þeireru eftirfarandi: Þegar haustið hallar að, hljótt ég óska og vona.
Sumar rennur senn í hlað og sunna vermir grundu. Og nú skora ég á lesendur að bregða
Ljóðadís þér læðist að, skjótt við og senda inn botna. Við
leikur kátt um stundu. stefnum að myndarlegum vísnaþætti í næsta tölublaði.
Best mun þá að beisla Glað og bregða á skeið um stundu. Kærar kveðjur, Ingimundur.
30
Skinfaxi