Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 35

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 35
Hermundur Sigmundsson og Þorsteinn Sigurjónsson: ALDREI OF SEINT! Líkamsþjálfun fyrir miðaldra og eldri Líkamsþjálfun hefur alltaf verið mikilvægur þáttur í mannlegu samféiagi. En með aukinni iðn- og tæknivæðingu og breyttum lífsvenjum á undanförnum áratugum hefur líkamsþjálfun fólks farið minnkandi. Dagleg hreyfing alls þorra manna hefur minnkað og störfum fækkað sem reyna á líkamlegt atgervi. Af þessum sökum hefur ýmsum svokölluðum vel- ferðarsjúkdómum fjölgað, svo og skaða af völdum þátta úr umhverfi okkar. Þetta má líka orða svo að þjóðfélagið sem heild stuðli að hreyfingarleysi almennings sem sést best á atvinnumynstri og breyttri samsetningu fjölskyldunnar. Með líkamsþjálfun getur miðaldra og eldra fólk aukið orku sína og orðið þannig betur í stakk búið til að mæta kröfum hins daglega lífs. Hvað er heilbrigði? Orðin heilbrigði og heilsa heyrast oft í daglegu tali. Eldra fólk spyr oft hvert annað: „Hvernig er heilsan?” I dag- blöðum og tímaritum eru fyrirferðarmiklir þættir og greinar um það hvernig fólk skuli haga lt'fi sínu frá degi til dags og hvernig lækna megi og koma í veg fyrir ýmsa sjúk- dóma og kvilla. Segja má að heilbrigði byggist á þremur nieginþáttum: Líkamleg heilsa: m.a. starf- semi líffæra. Andleg heilsa: það að geta staðist andlegt álag og brugðist rétt og skynsamlega við því sem fyrir okkur ber. Félagsleg heilsa: sá eigin- leiki að geta umgengist fólk og starfað með því. Allir þessir þættir verða að fara saman og hafa jákvæð formerki til þess að einstakl- ingnum líði vel og geti lifað heilbrigðu lífi eins og gjarnan er komist að orði. Þessu má einnig lýsa með eftirfarandi: Myndin sýnir þrjú tannhjól sem grípa hvert inn í annað og „drífa heilsuna áfram”. Ef vélin á að geta gengið rétt og örugglega verður jafnræði að ríkja á milli hjólanna þriggja. Það má segja að heilsan sé eins og reiðhjól, - og til þess að það komist áfram verða allir hlutir þess að vera í lagi. Það sarna gildir um heilsuna. Hvert hjól er jafnmikilvægt og hver smáhlutur. Það þarf því að halda öllum hlutum við eins og kostur er. Samspil hinna ýmsu þátta heilsuvélarinnar er við- kvæmt og flókið. Því ber okkur að taka tillit til þess, - með daglegu hátterni okkar eins og góðu mataræði og hreyfingu. Samspil einstaklings og þjóðfélags Mikilvægt er að í þjóð- félaginu séu skapaðir fjöl- breyttir ntöguleikar svo að einstaklingurinn hafi um sem flesta kosti að velja þegar hann kýs sér þá braut sem hann vill feta eftir í lífi sínu. Taka verður tillit til allra aldurshópa og ekki síður til miðaldra og eldra fólks en til barna og unglinga. Með því að byggja upp aðstöðu, skapa möguleika og veita fjármagn til þeirra félagasamtaka sem vinna fyrir Þeiinfer stöðugt fjölgandi, sem stunda einhvers konar líkamsþjálfun. Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.