Skinfaxi - 01.08.1993, Side 6
Göngugarpurinn Stefán Jasonarson:
Verst að geta ekki
talað við spóana
Stefán tekur við viðurkenningu frá Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra.
Einrt þeirra atburða ársins 1993,
sem koma til með að geymast á
spjöldum sögunnar, er 500
kílómetra ganga Stefánar
Jasonarsonar í Vorsabæ í
Gaulverjabæjarhreppi í tilefni af
Ári aldraðra. Hann var eldhress að
vanda, þegar Skinfaxi sló á
þráðinn til hans austur í Vorsabæ,
skömmu eftir að hann kom heim
úr göngunni miklu. Hann var
fyrst spurður hvenær hugmyndin
að henni hefði fæðst.
„Fyrsta flugan í þessa veru var í tilefni
af því að við hjónin áttum 50 ára hjú-
skaparafmæli á þessu ári, - það var fyrsti
hvatinn til þess að gera eitthvað. Þegar ég
las svo í blöðunum að árið væri tileinkað
öldruðum þá var teningunum kastað, -
þetta var kjörið tækifæri til að gera eitthvað
sem þjónaði góðum málefnum.“
- Hvað er þér minnisstæðast þegar þú
lítur til baka eftirþessa löngu göngu?
Þegar göngugarpurinn var kominn á
leiðarenda flutti hann þátttakendum Gvm í
Norden ávarp.
„Það er vandi að svara þessu því að alla
leiðina, - frá upphafi til enda, var þetta
alveg eftirminnilegt og dásamlegt. Ég get í
raun ekki skilgreint það hvar hlutirnir hafi
verið mestir og bestir, - en móttökurnar
voru hvarvetna alveg stórkostlegar. Það var
eins og allir þekktu mig og allir voru boðnir
og búnir að til labba rneð mér. Þetta var
feykileg upplifun. Ég kynntist landi og
þjóð, og fósturjörðinni, á allt annan hátt
heldur en ntaður gerir með því að hanga í
bíl, sitjandi undir stýri og mega ekki vera
að því að líta til hægri né vinstri. Við þessar
aðstæður gat ég hlustað á fuglana, virt fyrir
mér kindurnar í haganum og þar fram eftir
götunum. Ég sagði það stundum við
samferðamenn mína að verst væri að geta
ekki talað við spóana sem sátu á girðingar-
staurum við veginn og fylgdust rneð mér.“
- Hvernig var gangan skipulögð?
„Það var fyrirfram ákveðin áætlun sem
ég fór eftir út í ystu æsar. Alla leiðina
fylgdi mér bfll, sem Glóbus hf. lagði til án
endurgjalds og var fermingarbróðir minn,
Sigursteinn Ólafsson, bílstjóri. Fram-
kvæmdastjóri göngunnar var einn ágætur
ungmennafélagsfélagi, Sigurður Péturs-
son. Hann var alltaf í símasambandi við
bílstjórann og lagði á ráðin urn hvar við
ættum að gista. hvenær við ættum að vera
þar og svo framvegis. Fólkið mætti
stundvíslega þegar mín var von og gekk í
lið með mér. Þjónustan, í hvaða formi sern
hún var, brást aldrei.
Ég hafði ekki áhuga á því að ganga
hringveginn allan tímann, og þaðan af síður
hann allan, því að hann er yfir 1400
kílómetrar. Ég vildi alls ekki fara í förin
hans Reynis Péturs, sem var með allt annað
erindi. Ég vildi manna síst fara að taka frá
honum þann heiður sem hann sýndi með
þessari göngu. Ég valdi þann kostinn að
fara aðra leið og oftast utan við hringveg-
inn, um byggðakjarnana víðs vegar með-
frarn ströndum landsins. Það gaf þessari
ferð minni gildi að mínum dómi. Undan-
tekningalaust kornu hópar fólks á móti mér,
sumir göngugarpar gengu alll upp í 5 og I0
kílómetra. Það var á stefnuskránni hjá
okkur að heimsækja eldra fólkið sérstak-
lega á hverjum stað, ýmist í íbúðir aldraðra
eða þá í dvalarheimili aldraðra. Það taldi ég
mjög ánægjulegt. Þeir sem höfðu heilsu til
gengu ávallt með mér svolítinn spöl. Hin-
urn, sem ekki áttu heimangengt, tók ég i
höndina á og spjallaði lítillega við þá.
Þarna átti sér stað mikil gagnkvæm kynn-
ing og alls staðar gladdi hún bæði fólkið á
6
Skinfaxi