Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Síða 7

Skinfaxi - 01.08.1993, Síða 7
stöðunum og okkur félagana. Ég á feyki- lega margar góðar minningar úr þessari ferð. Sjálfur er ég kominn í öldunga- deildina og var á ferð með mínurn jafnöldrum. Því fór mjög vel á þessu.“ Viðurkenning borgarstjóra - Það var loks tekið á móti þér með viðhöfn þegar þú komst til Reykjavíkur. „Já, öllu var mjög vandlega samanstillt og ég á bara ekki orð yfir það. Þessi norræni hópur fólks 60 ára og eldri sem hér var staddur til að taka þátt í fimleikahátíð í tilefni af Ári aldraðra, GYM I NORDEN ‘93, var að hefja mót sitt í þann mund sem ég kom í Laugardalinn. Þátttakendurnir, sem skiptu tugum, gengu með mér frá gömlu Elliðaárbrúnni undir fánaborg í broddi fylkingar. Þetta var alveg dásamlegt. Þegar allir voru sestir á sinn stað í Laugardalshöllinni, þá setti formaður Fimleikasambands Islands, Margrét Bjarnadóttir, hátíðina og bauð fólk velkomið. Að því búnu hélt borgarstjórinn, Markús Örn Antonsson, ágæta ræðu og talaði meðal annars mjög hlýlega til mín og bænda, það þótti mér vænt um. - Hann minntist á landbúnaðinn og að þetta styddi nú hvað annað, borgarbúarnir sem borða kjötið, sagði hann, og aftur bændurnir sem framleiða það. Þetta hef ég stundum gert að umtalsefni, - að við séum eins og ein fjölskylda, öll þjóðin. Að ræðunni lokinni afhenti borgarstjóri mér fallega, áritaða bók í virðingarskyni, Reykjavík 200 ára, ásamt fána höfuðborg- arinnar, og þótti mér afar vænt um það. Svo var röðin komin að mér og fékk ég að halda stutt ávarp, þar sem ég rakti það í stórum dráttum hvað á daga mína hefði drifið.” Þau samtök sem stóðu að göngu Stefáns voru Fimleikasamband íslands, félagið íþróttir fyrir alla, Ökirunarráð Islands og Ungmennafélag Islands. Þessi samtök unnu að undirbúningi göngunnar og skipulögðu hana út í ystu æsar. Henni var síðan stjórnað frá skrifstofu UMFÍ með Sigurð Pétursson í broddi fylkingar. Starf f 60 ár - Hvenœr fórstu að starfa fyrir ung- mennafélagshreyfinguna, Stefán ? „Ég held ég hafi gengið í Ungmenna- félagið Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi árið 1934. Fljótlega var ég kosinn formaður félagsins, einhvern veginn atvikaðist þetta þannig. Mér þótti gagn og B Stefán hefur verið ötull við að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. gaman að því, það var sterkur skóli fyrir mig að starfa í ungmennafélaginu þar sem ég var formaður í 28 ár. Þetta var afskaplega skennntilegur tími. Þá var ekki sjónvarpið komið og tímarnir voru öðru vísi. Því var ungmennafélagsfundur kærkomin samkoma og hvert lítið mót og félagsleg viðleitni stór viðburður. Fundastarfið er orðið minni þáttur í hinum einstöku félögum heldur en hann var í eina tíð. Aftur á móti hefur þáttur íþróttanna aukist mjög mikið, skógrækt, umhverfis- vernd og ýmislegt fleira. Ég segi alltaf að kyrrstaða sé sama og afturför. Auðvitað breytast tímarnir og mennirnir með, samgöngurnar og aðstaðan í félags- heimilunum er ólík því sem var fyrstu árin í ungmennafélaginu. Þá var gamla ung- mennafélagshúsið óupphitað og óein- angrað.“ - Þú lœtur ekkert mikið af þœtti þínum sem íþróttamaður. „Nei, nei. Ég var aldrei mikill íþrótta- maður. Ég lærði jú glímu og sund í Haukadal en það er nú eins og kunningi minn góður sagði, - ég vildi heldur ferðast á þurru landi heldur en á vatni. Ég hef verið með og reynt að taka þátt í 800 og 1500 metra hlaupi og svo framvegis. Ég keppti nokkrum sinnum í Víðavangshlaupi Islands og núna í þrjú ár hef ég tekið þátt í skemmtiskokkinu í Reykjavík og hljóp 3 kílómetra nú í sumar, sem er ekki til að grobba sig af. Einu sinni náði ég í gullpening, þrátt fyrir allt. Þegar landsmótin voru endur- vakin í Haukadal 1940, voruni við nokkrir Haukdælir að vinna við völlinn, að undir- búningi mótsins. Sigurður Greipsson sagði við okkur að við þyrftum endilega að Hjónin í Vorsabœ, Stefán og Guðfínna Guðmundsdóttir hafa verið álmgafólk um trjárœkt. Þessi mynd var tekin þegar lialdinn var aðalfundur Skógræktarfélags Islands, en þá tóku þau þátt í gróðursetningu t Skrúð. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.