Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 10
Sunna segist kappkosta að taka þátt í öllum stœrrí mótum. Ég reyni að æfa fímm sinnum í viku, tvo til þrjá tíma á dag. I fyrra vetur æfðum við í fþrótta- höllinni þar sem við byggðum okkur upp með því að lyfta, við lyftum yfirleitt eitthvað á hverj- um degi. Snerpuna reyni ég líka að þjálfa eftir bestu getu. Þegar vorar og styttist í keppnistíma- bilið höldum við út á völl þar sem ég tek einnig langa spretti, svo sem 250 metra, til þess að auka úthaldið um Ieið. A Akureyri æfi ég undir leið- sögn Jóns Sævars Þórðarsonar. A sumrin kemur hann hingað á Blönduós einu sinni í viku. Þess á milli æfí ég eftir sérstakri áætl- un sem hann hefur útbúið fyrir mig. Svo er það alltaf spurningin hvenær maður er í bestri þjálfun, það er svo misjafnt. 1 fyrra náði ég markmiði mínu að vera í besta forminu á Norðurlanda- mótinu í Finnlandi í ágúst, þá bætti ég mig bæði í 100 og 200 metrum. Auðvitað hlýtur það að vera best að geta æft á völlum eins og við þekkjum í Mosfellsbæ og nú síðast í Laugardalnum í Reykjavík, þar sem brautirnar eru lagðar gerviefni. Það er mikill munur að hlaupa á því, það gefur góða fjöðrun upp í sólann. Maður nær miklu betri árangri við slíkar aðstæður, það getur munað heilmiklu.” - Þú ert dugleg við að taka þátt í mót- um. „Ég kappkosta að taka þátt í öllum stærri mótum. Það kemur tvennt til, - þau fara jafnan fram á bestu völlunum og í annan stað þá fær maður þar svo góða keppni. Á litlu mótunum, sem haldin eru á malarvöllum og við erfiðari skilyrði, fæ ég yfirleitt mjög litla keppni. Þess vegna verður árangurinn mun lakari. “ Sunnutindur - Hefurðu nokkurn tíma fyrir önnur áhugamál? „Ég á ekki margar frístundir þegar keppni og æfingum sleppir yfir sumartímann. Ég hef því ekki tíma til að fara út að skemmta mér um helgar, því að ég er yfirleitt aldrei heirna. Ég reyni að taka þátt í sem flestum mótum, - ekki til þess að safna verðlaunapeningum heldur til þess að reyna að bæta mig. Slíkt er þáttur í þjálfun minni og uppbyggingu sem íþrótta- manns. Ég verð að vera mjög hörð við sjálfa mig ef ég ætla að geta haldið út sumarið.“ - Hvað er mikilvœgast fyrir spretthlaupara ? „I 200 metra hlaupi þarf maður að hafa gott úthald til að geta klárað sprettinn í gegn, í stað þess að vera búin að vera eftir 150 metra. Það er jafnframt nauðsyn- legt að hafa gott viðbragð. í 100 metrunum má segja að það sama sé upp á teningnum.“ - Framtíðardraumar? „Mig dreymir um að komast utan í skóla eftir stúdentsprófið, ef til vill til Bandaríkjanna þar sem ég gæti æft við bestu aðstæður og jafnvel hlotið einhvern styrk út á árangur minn í íþróttum.“ - Helstu áhugamál að íþróttunum slepptum ? „Ég hef mjög gaman af að fara á hestbak en því miður hef ég lítinn tíma til þess. Foreldar mínir eru með hross hér á Blönduósi. Ég á einn hest, sem heitir Sunnutindur, - hann er aðeins þriggja vetra og því er ekki farið að temja hann ennþá. Mig langar til að spreyta mig á því ef ég hef tök á.“ Vísnaþáttur Vinaflokkur vísnaþáttarins er þunnskip- aður að þessu sinni. Þó bárust honum þrír botnar. Meðal þeirra sem sendu inn er hagyrðingur sem kýs að kalla sig N.N. Hann sendir sendir eftirfarandi botn: Þegar haustið hallar að hljótt ég óska og vona, ífaðmi mér sérfmni stað fögur íslensk kona. Vignir Örn Pálsson sendir einnig inn botn, sem er svona: Þegar haustið Itallar að hljótt ég óska og vona, að veðurblíðu bjóði það beggja vegna nóna. Loks sendir „Fjallkona“ þættinum línu. Hún segist iðulega hafa ætlað að senda botna, en það hafi aldrei orðið meira en ásetningurinn einn fyrr en nú. Hennar framlag er eftirfarandi: Þegar haustið hallar að, hljótt ég óska og vona, að lánið cetíð leiti í hlað landsins dætra og sona. Þegar næsta blað kemur út verður hugur manna farinn að reika til verkefna næsta árs. Það mun bera margt athyglisvert í skauti sér. Nægir að nefna að íslenska lýð- veldið verður hálfrar aldar. Landsmótshátíð verður á Laugarvatni og sveitastjórnar- kosningar fara fram. Fyrriparturinn er settur saman með allt þetta í huga: Landsmótsár og lýðveldis, og loks þú kostið getur. Kærar kveðjur, Ingimundur 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.