Skinfaxi - 01.08.1993, Page 13
Margir gestir voru við vígslu íþróttavallarins, sem varfánum prýddur í tilefni dagsins.
Það er ekki amalegt að hampa veglegum
verðlaunagrip.
Ungmennafélagið Geislinn:
Vígir nýtt íþróttasvæði
Ungmennafélagið Geislinn vígði nýtt og
myndarlegt íþróttasvæði í ágústlok síðast-
liðin. Þar er frjálsíþróttavöllur, knatt-
spyrnuvöllur, æfingasvæði, golfvöllur og
útvistarsvæði. Völlurinn er staðsettur í um
það bil tveggja kílómetra fjarlægð frá
Hólmavík, á svonefndum Skeljavíkur-
grundum. Að sögn Jóns Ólafssonar for-
manns HSS mættu fjölmargir, bæði ungir
og aldnir til vígsluhátíðarinnar, sem fór hið
besta fram. Að henni lokinni hófst pollamót
í knattspyrnu. Síðan voru afhent verðlaun
og viðurkenningar til þeirra sem skarað
hafa fram úr í knattspyrnu að undanförnu.
Jón Ólafsson formaður HSS afhendir bik-
arinn ípollamóti í knattspyrnu.
Menn eru þegar farnir að nota goljvöllinn óspart.
Skinfaxi
13