Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 16
Þráinn Hafsteinsson landsliðsþjáífari: Gengi einstaklinga og liða sumarið 1993 Þegar þetta er skrifað er keppnis- tímabili frjáisíþróttamanna að mestu lokið. Því er sjálfsagt að at- huga og meta gengi hinna ýmsu einstaklinga og liða á sumrinu. Liöin Þegar starf og gengi hinna einstöku liða er skoðað kemur óneitanlega fyrst fram í hugann hrun KR-liðsins til grunna, í þriðja skipti á tíu ára tímabili. A sama tíma koma Armenningar upp með mjög skemmtilegan hóp spretthlaupara og gott starf í öllum ald- ursflokkum. Breiðabliksmenn hafa sótt sig verulega og eiga nú á að skipa einu af sterkustu liðum landsins, sem sigraði í Bik- arkeppni 2. deildar af miklu öryggi. HSK sigraði nú í Bikarkeppni 1. deildar í annað sinn og hefur á að skipa jöfnu liði með mikla baráttujaxla og topp afreksfólk, á- samt ungu og efnilegu keppnisfólki sem fær smátt og smátt æ stærra hlutverk í lið- inu. HSK-svæðið hefur undanfarinn áratug verið ein helsta uppeldisstöð frjálsíþrótta- fólks á landinu. Borgarfjarðarsvæðið er nú farið að gegna sama hlutverki, sem sýnir sig meðal annars í sigri UMSB í Bikar- keppni 16 ára og yngri. Auk þess á sam- bandið mestan fjölda unglinga í unglinga- landsliðunum í frjálsum. Gott starf er unnið víða um land og mætti þar nefna HSÞ, sem hefur á að skipa mjög sterku unglingaliði, UMSE og UMSS, sem eru með mjög sterka einstak- linga innan sinna raða. IR-ingar eru að koma upp með efnileg lið í yngstu flokkun- um en vantar tilfinnanlega sterkari einstak- linga í unglingaflokkana auk þess sem keppnisflokkur eldri kynslóðarinnar er frekar þunnskipaður. FH-ingar sýndu mikl- ar framfarir í yngri flokkunum og eiga mjög efnilega unglinga. Bikarlið þeirra var með veikara móti nú vegna fjarveru Súsönnu Helgadóttur, en þeir verða án efa mjög sterkir á næsta ári. Barna- og ung- lingastarfið er einnig öflugt í Aftureldingu, á HSH-svæðinu og UIA-svæðinu, sama er hægt að segja um UFA á Akureyri. Mótin Af mótum á árinu standa að mínu mati þrjú upp úr þar sem íslenskt frjálsíþrótta- fólk kom við sögu. Reykjavíkurleikarnir 17. júní voru mjög ánægjulegt framfara- spor, sem heppnaðist vel og sannaði að al- þjóðleg mót eiga að vera fastur liður á hverju keppnistímabili hér á landi. Evrópu- bikarkeppni landsliða í Kaupmannahöfn er eftirminnilegt. Þar náði lið Islands upp mikilli stemningu og er langt síðan landslið héðan hefur náð að sýna jafnmikla sam- stöðu og svo gott keppnisskap. Árangur liðsins var líka mun betri en í síðustu keppni fyrir tveimur árum. - Kvennaliðið sigraði meðal annars lið Eistlands. Þriðja mótið, sem verður að teljast til framfarasporanna þriggja, var Bikarkeppni FRÍ í 1. og 2. deild, sem haldin var á aðal- leikvangi Laugardalsvallar, við frábærar aðstæður. Mótið bauð upp á góð afrek, mikla keppni í einstaklingsgreinum og gríðarlega spennu á mörgum vígstöðvum í stigakeppni félaganna. Upplýsingar og um- fjöllun fyrir keppnina og tölulegar upplýs- ingar voru nú settar fram í fyrsta skipti. Allt þetta gerði Bikarkeppnina að þeirri frjálsí- þróttahátíð sem henni ber að vera.- En þrátt fyrir þessi góðu mót er ljóst að mótahaldið í heild sinni þarf að endurskoða verulega og gera keppnistímabilið heilsteyptara, bæði innanhúss- og utan. Spretthlaup konur Geirlaug Geirlaugsdóttir Á, Guðrún Arnardóttir Á, Snjólaug Vilhelmsdóttir UMSE og Sunna Gestsdóttir USAH bættu íslandsmetið verulega f 4x100 m boðhlaupi Frú bikarkeppni FRI. 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.