Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Síða 21

Skinfaxi - 01.08.1993, Síða 21
spjótkastari og Stefán Jónsson UBK hefur náð verulegum tökum á kringlukastinu og kúluvarpinu. Það er orðið mjög langt síðan svo tæknilegur kastari hefur komið fram á sjónarsviðið hér á landi. Aðrir efnilegir strákar eru að kasta en hafa ekki sinnt tækniæfingum nægilega til að geta ógnað þeim tveimur sem hér hafa verið nefndir. Fjölþrautir karla Ólafur Guðmundsson og Auðunn Guð- jónsson náðu besta árangri sumarsins í tug- þraut. Auðunn bætti sinn besta árangur og sigraði á MÍ og Ólafur náði svo sínum næstbesta árangri frá upphafi í Evrópubik- arkeppninni. Báðir eru þeir þó undir múrn- um. Friðgeir Halldórsson náði einnig sínum besta árangri frá upphafi í Evrópubikar- keppninni. Af efnilegum tugþrautarmönn- um er nóg til á Islandi en þar stendur upp úr Magnús Aron Hallgrímsson Selfossi. Hann hefur allt til að bera til að verða tugþrautar- maður á alþjóða mælikvarða. Niðurlag Hér hefur verið stiklað á stóru um afrek og keppnisfólk sem mest var áberandi á liðnu keppnistímabili. Afrekaskrá ársins 1993 er ekki tilbúin og því er ekki hægt að taka tölulegan samanburð við fyrri ár. Keppnistímabilið var að mörgu leyti já- kvætt eins og fram hefur komið hér að ofan en auðvitað er margt sem betur mætti fara. Undirritaður vonast til þess að frjálsíþrótta- menn allir geri næsta keppnistímabil enn betra en það sem er að líða. SUND HEILSUNNAR VEGNA ÍÞROTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ REYKJAVÍKUR Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.