Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1993, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.08.1993, Qupperneq 27
og íþrótta eru af skornum skanrinti erlendis og umræða um þessi mál hefur ekki verið mikil hér á landi, enda þótt þessi mál hafi þó vissulega borið á góma. Anton Bjarna- son Iektor við Kennaraháskóla íslands hef- ur verið ötull talsmaður þess að efla lík- amsrækt hjá börnum og unglingum. Skóla- árið 1990-1991 beitti Anton sér fyrir þeirri nýbreytni við Æfingaskóla Kennaraháskól- ans að komið var upp sérstökum íþrótta- tímum fyrir börn sem voru sérstaklega illa á sig komin líkamlega. Sum þessara barna áttu við ýmis vandamál að striða, svo sem offitu og agaleysi (sjá t.d. Anton Bjarna- son, 1991). Anton segist ekki vera í minnsta vafa um að þessi íþróttaþjálfun barnanna hafi aukið sjálfstraust þeirra verulega og bætt félagslega stöðu þeirra. í þáttaröðinni „Hristu af þér slenið” sern sýnd var í Ríkissjónvarpinu sumarið 1991 undir stjórn dr. Sigrúnar Stefánsdótt- ur fjallaði Högni Óskarsson geðlæknir urn íþróttir og andlegt heilbrigði. I samtali við Sigrúnu nefnir Högni sérstaklega að þátt- taka í íþróttum og líkamleg þjálfun hafi góð áhrif á sjálfsmynd einstaklings og efli sjálfstraust hans og sjálfsöryggi. Skoðanir Antons Bjarnasonar og Högna Óskarssonar eru athyglisverðar og gefa til- efni til frekari rannsókna. Þetta á ekki síst við þar sem báðir þeirra byggja á reynslu og þekkingu, hvor á sínu sérsviði og á góðri þekkingu á íþróttastarfí. í þessari ritgerð verða reifaðar nokkrar niðurstöður um samband íþróttaiðkunar, getu í íþróttum og líkamsþjálfunar ung- linga við sjálfsvirðingu og líkamsímynd þeirra. Könnunin Ungt fólk ‘92 Vorið 1992 var gerð könnun á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og mennta- rnála meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla (Ungt fólk ‘92). Könnunin náði til tæplega 9000 nemenda eða um það bil helmings nemenda í 8. bekk og um það bil 90% nemenda í 9. og 10. bekk. Hér er því um mjög gott úrtak að ræða sem gefur trausta nrynd af ýmsum þáttum í lífi þess- ara unglinga. Til einföldunar verða sýndar eingöngu niðurstöður fyrir 8. bekk, en sambandi þessara þátta er svipað farið í 9. og 10. bekk. Þær byggja á svörum rúmlega 1800 unglinga í 8. bekk af öllu landinu. í þriðja tölublaði Skinfaxa 1993 birtust nokkrar niðurstöður úr þessari rannsókn unt þátttöku unglinga í íþróttum (Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson, 1993). Að frumkvæði Iþróttanefndar ríkisins var spurt fjölda spurninga um íþróttaþátt- töku í umræddri könnun og ýrnsa þætti sem tengjast íþróttum unglinga, svo sem í- þróttaiðkun unglinga, eigið mat þeirra á líkamsþjálfun og getu í íþróttum. Iþrótta- iðkun byggist á þremur þáttum sem lagðir eru saman. í fyrsta lagi er það þátttaka unglinga í íþróttum í skóla utan skyldu- tíma, í öðru lagi þátttaka í íþróttum með í- þróttafélögum og í þriðja lagi íþróttir utan skóla og íþróttafélaga. Þá voru notaðir í könnuninni meðal annars tveir kvarðar sem mæla sjálfsvirð- ingu unglinganna (Rosenberg, 1965) og líkamsímynd þeirra (Offer, 1969). 1 Kvarð- Það er mikils virði fyrir hvern einstakling að stunda íþróttir. inn sem mælir sjálfsvirðingu byggist á tíu fullyrðingum, þar sem svarendur taka af- stöðu til hverrar fyrir sig og segja hvort þeir séu henni rnjög sammála, frekar sam- tnála, frekar ósammála eða mjög ósam- mála. Dæmi um slíka fullyrðingu er: „Ég hef marga góða eiginleika”. Kvarðinn sem mælir líkamsímynd byggist á fimm full- yrðingum sem svarendur taka afstöðu til og segja hvort hver fullyrðing lýsir svar- anda mjög vel eða alls ekki og allt þar á milli (sex svarkostir alls). Dæmi um slíka fullyrðingu er: „Ég er ánægð(ur) með lík- ama minn”.2 Benda ber á það að sjálfsvirðing pilta mælist hærri en stúlkna í þessari rannsókn og líkamsímynd pilta er jákvæðari en stúlkna. Erlendar rannsóknir sýna ýmist að sjálfvirðing pilta mælist hærri en stúlkna (sjá t.d. Richman, Clark og Brown, 1985) eða að hún sé jafnhá hjá kynjunum (sjá t.d. O'Malley og Bachman, 1979). íþróttir og sjálfsvirðing I ljós kom að jákvæð fylgni er á milli sjálfsvirðingar annars vegar og íþróttaiðk- unar, getu í íþróttum og líkamsþjálfunar hins vegar. Þannig að því meiri sem í- þróttaiðkun, geta í íþróttum og líkamsþjálf- un eru því meiri er sjálfsvirðingin. A myndum 1 -3 eru þessar niðurstöður sýndar en á þeim er eingöngu sá fjórðungur ung- linga í 8. bekk sem hefur mesta sjálfsvirð- ingu. Þetta er gert til þess að sýna urnrædd tengsl á einfaldan hátt, enda fylgja allir fylgnistuðlar. Sá fjórðungur sem hefur minnsta sjálfsvirðingu sýnir öfug hlutföll Mynd 3: Hlutfall nemenda í 8. bekk sem eru með mikla sjálfsvirðingu fer hækkandi með aukinni líkamsþjálfun (r = 0,34) % 50 -d Léleg Sæmileg Góð Mjög góð Líkamsþjálfun Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.