Skinfaxi - 01.08.1993, Page 29
fjórðungur sem hefur neikvæðasta líkamsí-
mynd iðkar síður íþróttir en jákvæðasti
fjórðungurinn, telur getu sína í íþróttum
minni og er í lélegri líkamsþjálfun. Hann
sýnir því í raun öfuga mynd þess fjórðungs
sem hefur jákvæðustu líkamsímyndina.
A mynd 4 sést samband líkamsímyndar
unglinga og íþróttaiðkunar þeirra. Aðeins
15,2% þeirra sem iðka íþróttir svo til aldrei
hafa jákvæða líkamsímynd. Þetta hlutfall
hækkar með aukinni íþróttaiðkun og 32%
mjög góðri þjálfun. Munurinn er mikill og
er þetta samband það sterkasta sem hér
hefur komið fram; fylgnin er 0,46 sem er
að sjálfsögðu marktæk fylgni (p). Fylgni
líkamsímyndar og líkamsþjálfunar er hærri
hjá piltum (r=0,47) en stúlkum (r=0,41).
Lokaorð
Niðurstöðurnar sem hér hafa verið
þróttaiðkunar þeirra, getu í íþróttum og lík-
amsþjálfunar hins vegar. Ekki er unnt að
segja með vissu til um orsakasamband
milli þessara þátta en ekki er ólíklegt að
þátttaka í íþróttum og þær líkamlegu breyt-
ingar sem fylgja í kjölfarið hafi þau áhrif
að unglingar fái jákvæðari mynd af sjálfum
sér og líkama sínum.
Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja
svo langt sem þær ná mat Antons Bjarna-
sonar (1991) urn að þátttaka í íþróttum
auki sjálfstraust barna og unglinga. Þá eru
þær í samræmi við það sem Högni Óskars-
son hefur sagt um að íþróttaiðkun og lík-
amleg þjálfun hafi góð áhrif á sjálfsmynd
einstaklinga og sjálfsöryggi.
I upphafi þessarar ritgerðar röktum við
nokkrar niðurstöður rannsókna sem benda
til mikilvægis sjálfsvirðingar í lífi ung-
linga. Sjálfsvirðing og jákvæð líkamsí-
mynd eru þættir í góðri líðan fólks. Þannig
fylgir betri líðan meiri sjálfsvirðingu og já-
kvæðari líkamsímynd. Ef gert er ráð fyrir
að aukin geta í íþróttum og aukin þjálfun
samfara þátttöku í íþróttum auki sjálfsvirð-
ingu og bæti líkamsímynd unglinga og
jafnvel fólks á öllum aldri má sjá í hendi
sér hve mikið gildi íþróttir hafa.
Hvað sem líður allri umræðu um or-
sakatengsl hljóta niðurstöður okkar að
beina athyglinni að uppeldislegu gildi í-
þrótta og mikilvægi þeirra. Sé rétt á málum
haldið má nota íþróttir til þess að stuðla að
líkamlegri og andlegri heilsu fólks sem og
til þess að efla sjálfsvirðingu þess.
Mynd 5: Hlutfall nemenda í 8. bekk sem eru með jákvæða líkamsímynd fer hækkandi með
hærra mati á eigin getu í íþróttum (r = 0,41)
%
þeirra sem iðka íþróttir 5 sinnum í viku eða
oftar hafa jákvæða líkamsímynd. Til sam-
anburðar má geta þess að hlutfallslegt
meðaltal á myndunum er 25%. Fylgni lík-
amsímyndar og íþróttaiðkunar er 0,22 og
er það marktækt (p). Nokkur munur er á
kynjum, þar sem fylgni líkamsímyndar og
íþróttaiðkunar er hærri hjá stúlkum
(r=0,20) en hjá piltum (r=0,15).
Mjög sterkt samband líkamsímyndar
unglinga og getu þeirra í íþróttum er sýnt á
mynd 5. Aðeins tæplega 7% þeirra sem eru
neðan meðallags hafa jákvæða líkamsí-
mynd, en rúmlega 43% þeirra sern eru
meðal bestu í íþróttum. Hlutfallið er stig-
hækkandi þar á milli. Fylgnin er 0,41 sem
er marktæk fylgni (p) og er hún nokkuð
svipuð hjá piltum (r=0,37) og stúlkum
(n=0,39).
Að lokum er samband líkamsímyndar
og lfkamsþjálfunar sýnt á mynd 6 og sést
að hlutfall þeirra unglinga sem hafa já-
kvæða líkamsímynd hækkar með aukinni
líkamsþjálfun. Aðeins tæplega 4% þeirra
sem eru í lélegri líkamsþjálfun hafa já-
kvæða líkamsímynd en þetta hlutfall er
orðið rúmlega 49% hjá þeim sem eru í
kynntar sýna svo ekki verður um villst já-
kvætt samband milli sjálfsvirðingar og lík-
amsímyndar unglinga annars vegar og í-
Athugasemdir
I Áreiðanleiki kvarðanna í þessari rann-
Mynd 6: Hlutfall nemenda í 8. bekk sem eru með jákvæða líkamsímynd fer hækkandi með
aukinni líkamsþjálfun (r = 0,46)
%
50
45-j
40
35
30
25-3
20
153
10
5
0
=55492—
1 1 Jákvæð líkai
23,1
10,2
—1 r 1 r
Léleg
Sæmileg Góð
Líkamsþjálfun
Mjög góð
Skiifaxi
29