Skinfaxi - 01.08.1993, Page 34
Hrafnaflóki á Vestfjörðum:
Ætlum að auka vetrarstarfið
Á félagssvæði Héraðssambandsins
Hrafnaflóka á Vestfjörðum, sem nær yfir
Barðaströnd, Bíldudal, Patreksfjörð og
Tálknafjörð, hefur mikið verið að gerast á
sviði íþróttanna á meðal yngri sem eldri.
Formaður sambandsins er Krístín Gísla-
dóttir á Patreksfirði, sem hefur haft í ýmsu
að snúast í sumar ásamt framkvæmda-
stjóranum Valdintar Gunnarssyni.
Kristín var tekin tali og beðin um að
segja undan og ofan af starfseminni vestra.
„Mesta lífið er yfir sumartímann eins
og víða annars staðar, en við erum að
reyna að auka vetrarstarfið. Hér eru
stundaðar frjálsar íþróttir, fótbolti og lítils
háttar sund, - einkum þó á Tálknafirði þar
sem er 25 metra laug.
Á veturna höfum við reynt að halda
innanhússmót í frjálsum íþróttum. Það
gekk ágætlega í fyrra þó að við hefðum
þurft að fresta því þrisvar vegna veðurs. I
fyrra héldum við einnig körfuboltamót
innanhúss.“
Aðspurð um hvort ekki væru langflest
skólabörn á svæðinu innan vébanda
íþrótta- og ungmennafélaganna sagði
Krístín að svo mætti heita. „Hér er svo
mikill áhugi. Á veturna er það þó körfu-
boltinn sem mest er stundaður og hafa
Patreksfirðingar leikið í annarri deildinni,
þar sem þeir hafa teflt fram þrem liðum.
Þetta hefur einnig verið að aukast á
Tálknafirði þar sem líka er komið gott
hús.“
Að sögn Kristínar hafa allir staðirnir
verið með þjálfara á launum á sumrin.
„Það er æft upp á hvern einasta dag.“
Aðstaðan
nokkuðgóð
Hvað aðstöðuna varðar sagði Kristín að
hún væri víðast viðunandi og sums staðar
allgóð. Best væri hún á Bíldudal þar sem
frjálsíþróttavöllurinn væri orðinn mjög
góður.
„Á undanförnum árum höfunt við lagt
frarn mikla vinnu við að byggja upp vell-
ina á svæðinu. Það má segja að þau verk-
efni hafi verið okkur nóg og óhætt sé að
kalla þau fósturbörnin okkar. Hér vestra er
ekki mikið undirlendi, og eru vellirnir jafn-
vel staðsettir uppi í fjallshlíðum eins og
hér á Patreksfirði. Á Bíldudal er völlurinn
utan við bæinn þar sem hann var settur
niður á sléttu og góðu landi - en breyta
þurfti þýfðum móum í sléttan grasvöll. Það
var því mikið starf sem þurfti til.“
- En livernig hefur gengið að fá fólk til
starfa ?
„Það gengur ágætlega nú orðið, þótt
alltaf sé erfitt að fá fólk til að fara í stjórn
og einkunt þó að taka að sér formanns-
embætti. Eg var til dæmis formaður í
íþróttafélaginu bér síðastliðin fimm ár
þangað til ég var leyst af hólmi nú í vor.
Mér fannst erfitt að vera formaður bæði
sambandsins og félagsins hér á Patró. Mér
finnst ég vera búin að vera í fríi síðan.“
- Hvað með fullorðna fólkið, tekur það
líka þátt í íþróttum?
„Það er eins og hér hafi orðið hugar-
farsbreyting síðastliðið haust. Þá fór fólk
að stunda almenningsíþróttir miklu meira
en áður, eins og sund og skokk. Það varð
áberandi aukning.“
Islenska karlalandsliðið
í handknattleik notar
eingöngu Rehband
hitahlífar
Trönuhrauni 8 220 Hafnarfirði Sími 91 -652885 Opið frá 8 til 17
K L M
verðlaunagripir, er ört vaxandi
þjónustufyrirtæki meö glæsilega
en ódýra verðlaunagripi fyrir
íþróttafélög og félagasamtök.
• Litprentaður bæklingur
• Yfir 650 titlar á skrá
• Ágröftur 15-20 kr. pr. staf
• íþróttagreinamerki fyrir
allar greinar íþrótta.
Við sendum hvert á land sem er og erum ekkert mikið
lengra frá þér en telefaxið eða síminn. Þess
vegna er hægt að panta
verðlaunin heima í stofu.
K L M
VERÐLAUNAGRIPIR
Siglufirði, sími 96-71866 (virka daga kl. 9-18)
hs: 96-71133 FAX 96-71399
34
Skinfaxi