Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Síða 7

Skinfaxi - 01.12.1993, Síða 7
Þingfulltrúar stóðu upp og þökkuðu Pálma vel unnin stöifmeð lófataki. Úttekt á framtíð og stöðu hreyfingarinnar Þá samþykkti þingið að fela stjórn UMFI að skipa nefnd sem fjalla skal um framtíð og stöðu ungmennafélags- hreyfingarinnar, þar með fræðslu- og útbreiðslumál. Á 39. þingi UMFÍ skal liggja fyrir lokaskýrsla frá nefndinni. Skal hún innihalda langtímamarkmið og áfangamarkmið fyrir ungmenna- félagshreyfinguna til 2007, ásamt til- lögum um það hvernig markmiðunum skuli náð. Á þinginu var Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi særndur Heiðursfélagakrossi UMFI, en hann var framkvæmdastjóri samtakanna í 16 ár, á einhverjum mesta uppgangstíma þeirra. Þá var Reynir Karlsson íþrótta- fulltrúi rfkisins sæmdur Gullmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. Nýr formaður, Þórir Jónsson, óvarpar þingið. Unglingalandsmót hjá USAH Á þinginu var endanlega gengið frá reglugerð fyrir landsmótið næsta sum- ar. Þá var samþykkt að skipa nefnd til að endurskoða landsmótsreglugerðina fyrir komandi landsmót. Einnig var samþykkt reglu»erð fyrir unglinga- landsmót UMFI. Samþykkt var að næsta unglingalandsmót verði á félags- svæði Ungmennasambands Austur- Húnvetninga, USAH, árið 1995. Miklar umræður urðu unt umhverf- ismál, nauðsyn þess að efla íslenska framleiðslu svo og um lýðveldisafmæl- ið, svo eitthvað sé nefnt. Þingið sam- þykkti að hvetja stjórn UMFÍ lil að finna verðugt verkefni til að vinna að á 50 ára afmæli lýðveldisins á næsta ári. Er vakin athygli á því mikilvæga hlut- verki sem UMFI gegndi í sjálfstæð- isbaráttunni í byrjun aldarinnar. Þá lýs- ir þingið yfir miklum áhyggjum vegna þess slæma atvinnuástands sem nú rík- ir. Atvinnuleysi er einn mesti bölvald- ur sem ungt fólk getur lent í og leiðir oft til mikillar ógæfu. Þingið skorar á stjórnvöld, sveitastjórnir og aðila vinnumarkaðarins að leita allra leiða til að efla atvinnu að nýju með því að veita meira fé til nýsköpunar í atvinnu- lífi og reyna allar aðrar sparnaðarleiðir áður en gripið er til uppsagna starfs- fólks. Pólmi Gísktson sœmdi Sigurð Geirdal Heiðursfélagakrossi UMFl. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.