Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1993, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1993, Page 8
Skrýtið að vera ekki að fara eitt eða neitt - segir Pálmi Gíslason eftir 14 ára formannsstarf hjá UMFÍ Þegar Pálmi lét af formannsstarfi á sambandsþingi UMFl í haust, bárust honum margar góöar gjafir. Þeirra á meðal var útskorin mynd frá ungmennafélagshreyfingunni, sem Þórir Haraldsson varaformaður UMFl afhenti honum. „Vissulega myndast ákveðið tóma- rúm þegar látið er af svo umsvifamiklu starfi sem formennska í Ungmenna- félagi Islands er. Það kemur líklega að því, þegar hinn hefðbundni fundatími um helgar rennur upp eftir áramótin, að mér finnist skrýtið að vera ekki að fara eitt né neitt.“ Þetta segir Pálmi Gíslason, sem í haust lét af starfi formanns Ungmenna- félags Islands. Pálmi hafði raunar gert tilraun til að standa upp úr formanns- sætinu fyrir fjórum árum, en af því varð þó ekki. „Eg var alveg ákveðinn í að hætta þá og lýsti því yfir. Ég var alls ekki orðinn þreyttur en fannst þá að ég væri búinn að vera formaður nógu lengi og best væri að hleypa nýjum mönnum að. í framhaldi af þessu bárust mér áskoranir úr öllum áttum, þar á meðal samþykktir frá félögum og héraðssam- böndum, þess efnis að ég héldi áfram. Ég ákvað þá að verða við því og þegar ég hafði tekið ákvörðunina þá var ég jafnframt ákveðinn í að taka að mér formennsku tvö tímabil ef allt gengi vel. Nú er sá tími liðinn og menn vissu alveg fulla alvöru mína í málinu.“ Það fór því svo, að þau urðu fjórtán, árin sem Pálrni sat í formannssætinu, sem hann settist í þann 2. september 1979. Við hverfum aftur til þess tíma. „Það var ekki mjög langur aðdrag- andi að því að ég tæki þetta starf að mér. Einhvern tíma um sumarið höfðu nokkrir aðilar samband við mig og spurðu mig hvort ég væri til í slaginn. Ég tók þessa ákvörðun svo að vel ígrunduðu máli.“ Vel kunnugur starfinu Pálmi var vel kunnugur starfi hreyf- ingarinnar þegar hann varð formaður. Hans fyrstu kynni af ungmennafélags- starfinu hófust raunar þegar hann var 14 ára piltur í heimasveit sinni í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Þá, nánar tiltekið árið 1952, tóku heimamenn sig til og stofnuðu Ungmennafélagið Húna í Torfulækjarhreppi. „Ég gekk í það og starfaði þar með kröftugu fólki. Síðan llutli ég á Blönduós þar sem ég keppti og æfði og varð fljótlega formaður fþróttanefndar Ungmennasambandsins og var í farar- stjórn fyrir mitt samband á landsmótið á Laugum 1961. Næstu tvö árin dvaldi ég erlendis, kom heim 1963 og gekk þá strax í Breiðablik þar sem ég starf- aði í mörg ár og síðan í UMSK þar sem ég var í stjórn í nokkur ár. Félags- málin hafa alltaf heillað mig. Ég hafði lagt stund á frjálsar íþróttir með Ung- mennasambandi Austur-Húnvetninga, eins og áður sagði, byrjaði þar sem unglingur og hafði mikinn áhuga. Ég keppti þá einkum í 400 metra hlaupi og stangarstökki. Aðstæðurnar voru ekki góðar, ég náði aldrei að keppa við al- mennilegar aðstæður og því voru afrekin ekkert sérstök. Þegar ég taldi mig loks vera að komast á góðan skrið slasaðist ég í stangarstökki, skemmdi á mér ökkla. Þá varð ég að hætta að stunda íþróttir nema hvað ég hef stundað gönguferðir mikið alla tíð. Ég hef meðal annars gengið á fjölmörg fjöll og farið í margar skemmtilegar ferðir.“ Aður en Pálmi tók við formennsku í UMFI hafði hann setið í varastjórn frá 1969 til 1973. „Ég sat alla stjórnarfundi á þeim tíma. Þegar Hafsteinn tók við for- mennsku fylgdist ég með þeim krafti sem þá var í starfinu. Ég hafði líka starfað talsvert að landsmótum og var í landsmótsnefnd bæði fyrir þau héraðs- sambönd sem ég hafði verið félagi í, USAH 1961 og UMSK frá 1965 og 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.