Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 11
kvatt og hún lokað dyrunum ákvað ég að líta nú ofan í vagninn til þess að sjá hvernig barnið liti út. Þá kom það óvænta í Ijós, það var ekkert barn í vagninum!“ Engar stökkbreytingar - Hvernig sérð þú fyrir þér að gengum við í hús og seldum. Þegar við bönkuðum upp á í húsi við Kársnes- brautina kom kona til dyra en barna- vagn var fyrir framan. Mér datt í hug að vænlegt væri til árangurs við söluna að að dást að barninu hennar og segi við hana: „Mikið átt þú fallegt barn!” Þetta virtist virka vel því konan keypti af okkur tvo miða. Þegar við höfðum ungmennafélagshreyfmgin þróist í framtíðinni? „Ég sé engar stökkbreytingar fyrir mér. Ég held að við þurfum að halda áfram að vinna þeim málum brautar- gengi, sem ég hef þegar nefnt. Nauð- synlegt er að hreyfingin leiti stöðugt nýrra leiða til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd og virkja sem - Ertu ánægður með þessi ár þegar þú lítur til baka? „Ég er geysilega ánægður með þennan tíma. Þetta hefur verið stór hluti af lífi mínu mjög lengi. Ég held mér hafi aldrei þótt þetta leiðinlegt, þó að alltaf geti komið upp einhver mál sem valdið geti óánægju um stund- arsakir. ‘ ‘ - Hvernig œtlar þú nú að nota þann tíma, sem þú hefur aflögu utan vinnu- tímans? „Ég er ekki búinn að átta mig á því alveg ennþá. Eitthvað fæ ég nú að gera fyrir hreyfinguna. Ég er meðal annars í landsmótsnefndinni og ennþá í stjórn norrænu ungmennafélaganna auk þess sem ég sit í nokkrum nefndum öðr- um.“ - Eru ef til vill einhvers konar rit- stöifá döfinni? „Ekki ritun endurminninga að minnsta kosti. Ég fékkst að vísu aðeins við skriftir þegar ég var um tvítugt og fékk birtar nokkrar smásögur. Ég hef einnig leikið mér að því að setja saman vísur við ýmis tækifæri.“ - Nú hlýtur margt eftirminnilegt og skemmtilegt að hafa drifið á daga þína í þessu staifi? „Það er vissulega margt eftirminni- legt í huganum, ekki síst í tengslum við landsmótin. Ég á erfitt með að benda á eitthvað eilt sem er eftirminni- legast, þau hafa öll eitthvað sérstakt við sig sem gerir þau frábrugðin öðrum mótum. Ég hef stundum sagt söguna af því þegar við tveir félagarnir í Breiða- bliki vorum að selja miða í happdrætti sem íþróttasambandið gekkst fyrir um tíma, líklega var þetta 1965 eða ‘66. Þá Unnið að húsakaupum UMFÍ í Fellsmúlanum. Félögum í UMFl fjölgaði um 25.000 í formannstíð Pálma. flesta. „Eflum íslenskt“ og fósturbörn- in eru mál sem gengið hafa mjög vel. Einnig skal nefnt verkefnið: „Tökum á - tökunt til“ þegar 8000 ungmennafé- lagar hreinsuðu meðfram 600 kíló- metrum af vegum landsins. Þetta var einnar helgar átak árið 1989 og var talsvert mikið í kringum það. Mér hefur oft verið sagt, meðal annars af sjoppueigendum út unt allt land, að þetta átak hal'i breytt hugarfari fólks mikið. Það er kannski kominn tími til að taka aftur upp mál af þessu tagi. Göngudagurinn, sem farið er að dofna yfir núna, hefur þó víða haldið velli. Hugmyndin var aldrei að hann yrði eilífur, frekar í þá veru að við hæfum þennan leik sem fólk gæti síðan haldið áfrarn með á hverju ári. Ég man meira að segja hvenær hugmyndin fæddist, þá var ég á gönguferð uppi í Hengli árið 1980. í upphafi var gert ráð fyrir að skrifaðar yrðu leiðarlýsingar í tengslum við gönguferðirnar. Þetta var dálítið gert fyrst og eru nokkrar þeirra til hjá þjónustumiðstöðinni.“ Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.