Skinfaxi - 01.12.1993, Qupperneq 14
Sjálfboðaliðamir tóku sér stutta hvíld en síðan var tekist á við þökumar á nýjan leik.
Öflug landsmótsnefnd
Landsmótsnefnd USAH hefur unnið
ötullega að undirbúningi fyrir þátttöku
í landsmótinu næstkomandi sumar.
Sagði Valdimar að starf hennar hefði
fram til þessa verið bundið við ýmis
konar fjáröflun, val nýrra búninga á
keppendur og fleira tilheyrandi.
„Þessi nefnd hefur starfað mjög vel
og hefur tekið að sér alls konar vinnu í
fjáröflunarskyni. Nefndarntenn hafa
bakað, selt kaffi, tekið að sér að
hreingera húsnæði hér og fleira. Þetta
er alveg meiri háttar nefnd.“
Varðandi þátttöku sagði Valdimar
það öruggt að hún yrði mjög góð. „Við
fórum með um eða yfir hundrað manns
á síðasta landsmót og við förum ekki
með færra núna. Ahugi hér fyrir lands-
móti er alltaf mikill og fólk fjölmennir
örugglega á Laugarvatn í sumar.“
Unglingalandsmót UMFÍ1995:
Undirbúningur í fullum gangi
Næsta unglingalandsmót UMFI
verður haldið á sambandssvæði USAH
1995. Er mikill hugur í USAH-fóIki og
undirbúningur í fullum gangi. Að sögn
Valdimars Guðmannssonar formanns
USAH fer keppni í fótbolta og frjáls-
um íþróttum fram á tveim íþróttavöll-
um. Stefnir allt í að keppni í frjálsum
íþróttum fari fram á íþróttavelli Umf.
Vorboðans og keppni í fótbolta verði á
Blönduósi. Þá er ágætur íþróttavöllur á
Skagaströnd og ekkert sem mælir gegn
því að láta keppni í einhverjum grein-
um fara fram á honum, gerist þess
þörf.
Mótshaldarar hafa komið sér saman
um keppnisgreinar. Tillaga þeirra er,
að keppt verði í knattspyrnu, golfi,
frjálsum íþróttum, körfubolta, hesta-
íþróttum, skák og sundi. Verði keppt í
síðasttöldu greininni þarf annað hvort
að koma til ný sundaðstaða á Blöndu-
ósi eða þá að halda keppnina í sund-
lauginni á Hvammstanga.
Hugað að framkvæmdum
Að undanförnu hefur verið hugað að
framkvæmdum og endurbótum á
íþróttamannvirkjum fyrir mótið. Þykir
ljóst, að ekki þurfi að koma til um-
fangsmiklar framkvæmdir til að hægt
verði að halda það með sóma og sann.
Mótshaldarar íhuga nú, hvort unnt
reynist að leggja gerviefni á 100 metra
brautirnar á Vorboðavellinum. Þegar
hefur slíkt efni verið lagt á stökkbraut-
irnar. I raun er þegar tilbúin ágætis að-
staða fyrir keppni í frjálsum íþróttum,
fótbolta, golfi, hestaíþróttum og körfu-
bolta.
Þá eru menn farnir að líta í kringum
sig eftir hentugu svæði undir tjald-
búðir. Þykir vel koma til greina að
setja þær niður utan þéttbýlis, í næsta
nágrenni við Vorboðavöllinn. Þar eru
slétt og víðáttumikil tún, sem gætu
rúmað bæði fjölmennar tjaldbúðir og
bílastæði. Allt eru þetta þó hugmyndir
einar, þegar þetta er skrifað.
Hafa reynsluna
Mótshaldarar kveðast alls óbangnir
við að taka á móti miklum fjölda fólks,
eins og búast má við að sæki unglinga-
landsmótið. Þeir hafa reynslu af slíku
eftir að hafa staðið að útihátíðum í
Körfuboltinn varð ofan á þegar velja skyldi
milli hans og handboltans.
Húnaveri. Á síðustu útihátíð voru það
til dæmis ungmennafélögin á svæðinu,
í samvinnu við aðra heimaaðila, seni
sáu um allar veitingar á hátíðinni.
Þegar kemur að því að manna starfs-
lið á vellinum, horfa Austur-Húnvetn-
ingar til nágranna sinna í Skagafirði og
Vestur-Húnavatnssýslu.
14
Skinfaxi