Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 17
Lagt afstað í veiðitúr með einn hópinn. hún þeim af myndbandi ýmislegt sem hún hefur tekið af þeim á æfingum og í keppni síðasta árið. Um 30 börn hafa tekið þátt í starfinu að vetrinum en miklu fleiri á sumrin, eða um 50. Arný segist í raun hafa tekið við starfinu sem þjálfari Oðins af föður sínunr, - með nokkuð sérstökum hætti þó, en hún hóf störf fyrir 10 árum. „Það vill svo skemmtilega til að faðir minn, Heiðar Arnason, annaðist þetta þegar ég var 14 og 15 ára gömul. Starfsemin lagðist af í eldgosinu 1973 og lá niðri í 18 ár. Ég fluttist þá aftur til Eyja og tók þráðinn upp að nýju ásamt Önnu Díu sem var íþrótta- kennari hér. Hún bað mig að hjálpa sér við þetta og störfuðum við saman í tvö ár. Þá hélt hún til útlanda og hef ég verið ein með þjálfunina eftir það. Þetta er mikið starf. Það er ekki ein- ungis fólgið í þjálfuninni heldur ekki síður því að halda utan um starfsemina. Maður verður að vera vinur og félagi barnanna, það er aðalatriðið. Nú stefnum við á þátttöku í lands- mótinu og ætlum við að leyfa öllum krökkunum að fara þangað. Það var mjög gaman síðast, en það var í fyrsta skipti sem við tókum þátt í landsmóti. Ég tók sjálf þátt í fyrsta sinn og fannst það mjög skemmtilegt.“ Hætti að æfa Árný keppir sjálf í frjálsum íþrótt- um, eins og áður sagði, og hefur verið að gera góða hluti. „Ég hætti að æfa frjálsar íþróttir þegar ég var að komast á toppinn, 15 ára, þá fór þetta út í vitleysu hjá mér. Ég keppti aðallega í langstökki og spretthlaupum. Ég hef nú tekið til við æfingar og keppni að nýju og á nú Islandsmet í flokki 35-40 ára úti og inni í langstökki og þrístökki, sem ég náði í sumar. Þegar ég var 15 ára stökk ég lengst 5,13 metra en núna er ég komin í 5,36 og orðin 38. Mér finnst það mjög gott - að vera farin að stökkva lengra núna en þegar ég var meira en helmingi yngri. Fyrir tveimur árum tók ég í fyrsta skipti þátt í Norðurlandamóti öldunga, en þá hafði ég aldrei keppt í útlöndum. Ég keppti í fjórum greinum og kom heim með þrenn verðlaun, gull fyrir þrístökk, silfur fyrir langstökk, sem dugði mér til íslandsmets, og brons fyrir grindahlaup. Ég var auðvitað mjög ánægð með árangurinn.“ - Stefnirðu á landsmót næsta sum- ar? „Já, að sjálfsögðu en næsta stórmót Það er videokvöld framundan og eftirvcent- ingin leynir sér ekki. sem ég tek þátt í er íslandsmót öldunga í febrúar. ‘ ‘ - Eitthvað að lokum? „Mig langar að láta það koma fram að það er aldrei of seint að byrja að æfa frjálsar íþróttir. Iþróttirnar eru líka góður félagsskapur og það er hollt og gott fyrir hvern og einn að stunda þær að einhverju marki.“ Vaskur hópurfrá Umf Óðni í nýjum búningum á Gogga galvaska-mótinu. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.