Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 18
Kveðið á sambandsþingi: Ólína varð ofan á Það fór ekki hjá því að kastað væri fram stökum á nýafstöðnu sambands- þingi á Laugarvatni. Silla á Blönduósi hafði orð á því hve skyrtan hans Einars Sig. UMSK-manns væri mjúk. Ingi- mundur henti þetta á lofti og sagði: Stífur er Einar Sig. ekki um það hún Silla ber. Ætli hún gæjann glöggt þekki er greyið fatalaus er? Pálmi Gíslason bætti um betur: Brátt þinginu líflega lýkur, menn láta margt fjúka. Hér Silla strákana strýkur, bæði stífa og mjúka. Allmiklar umræður urðu um hvaða verkefni UMFÍ gæti unnið að í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins á næsta ári. Einar Ole Pedersen steig í pontu og stakk upp á því, að unnið yrði að stofn- un meðferðarheimilis fyrir spilafíkla sem svo mikið hefðu verið í fréttum að undanförnu. Þetta varð Pálma Gísla- syni að yrkisefni: Pedersen Oli Einar ekki reynist neitt flón. Hann efalaust áfjáður meinar að afvatna Stranda-Jón. Nokkuð var deilt um orðalag einnar tillögunnar, sem ujrp var borin. Fóru leikar þannig að Ólína Sveinsdóttir, UMSK, bar nokkra fulltrúa af sterkara kyninu ofurliði og voru hennar orða- lagsbreytingar samþykktar. Þá sendi Sigurjón Bjarnason henni miða: Kostulegt er karlalán, komust ekki yfir þá. Kannski kallast þetta smán, konan lenti ofan á. Pálmi Gíslason lét ekki sitt eftir liggja: Nefnd á loft sér léttstíg brá, lengi var í önnum, hér Ólína varð ofan á öllum nefndarmönnum. E R K I N G A R ÁHRIFA MIKLAR MERKINGAR ! Merkjum hverskyns sportfatnaði Númeringar Fyrirtœkja- og félagamerki. Bola og húfuprentun m Jilil FATAMERKINGAR SKEIFUNNI 3c - SÍMI: 68 00 20 FAX : 68 00 21 Leitið upplýsinga. Gerum tilboð. Sími 680020- Fax: 680021 11 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.