Skinfaxi - 01.12.1993, Síða 25
skatti (nú virðisaukaskatti) rynni til
umhverfisverndar á vegum Landvernd-
ar. Hinn helmingur pokaverðsins renn-
ur til verslananna sjálfra.
Árvekni almennings
En hvemig getur fólk þá verið visst
um að rétt sé að málum staðið hjá ein-
stökum verslunum og að peningarnir
sem það greiðir fyrir burðarpokana
skili sér til Pokasjóðsins? Það er
einfalt. Ef merki Landverndar er í haldi
pokans þá fær Landvernd sinn hlut, ef
ekki, þá er fólk að styrkja viðkomandi
verslun.
í þessi fimm ár sem liðin eru frá
stofnun Pokasjóðsins hafa viðskipta-
vinir verslana verið ótrúlega vakandi
fyrir þessu og látið starfsmenn Land-
verndar vita ef eitthvað hefur farið
úrskeiðis hjá verslunum í þessu efni.
Þetta er ómetanlegur stuðningur og
raunar eina leiðin til þess að hafa virkt
eftirlit. Það er líka vert að hafa það í
huga að þetta eru fjármunir sem lands-
menn eiga sameiginlega og að þeim
peningum verður ekki úthlutað til um-
hverfisverndar sem ekki skila sér í
sjóðinn. Sem betur fer hefur samstarfið
við verslanir yfirleitt gengið vel og
flestar þeirra hafa verið til fyrirmyndar
og gert skil fyrir selda poka á tilsettum
tíma í hverjum mánuði.
Styrkveitingar
Allt frá árinu 1989 hafa styrkir úr
Pokasjóðnum verið auglýstir til um-
sóknar í janúar ár hvert og frestur til að
skila umsóknum þá tilgreindur. Til
þess að úthlutun styrkja sé markviss og
að árangur sé tryggður eins og frekast
er unnt, hefur Landvernd fengið til liðs
við sig fagfólk og sérfræðinga á
ýmsum sviðum til að fjalla um um-
sóknir, leggja á þær faglegt mat og
gera að því búnu tillögur til stjórnar
Landverndar um styrkveitingar. Þeir
sérfræðingar sem leitað hefur verið til í
þessum tilgangi hafa undantekninga-
laust brugðist mjög vel við þessari
beiðni samtakanna og lagt á sig mikla
vinnu við að fara yfir allar umsóknir
sem sjóðnum berast.
Síðastliðið ár voru umsóknir á
þriðja hundrað talsins, en þá fengu um
Úr landgrœðslugirðingwini á Hrunamannaafrétti.
70 verkefni styrki. Alls hefur verið
úthlutað úr Pokasjóði Landverndar
rúmum 70 milljónum króna til 310
verkefna um allt land. Langstærstur
hluti þessa fjármagns hefur farið til
gróðurverndar og uppgræðslu eða
rúmar 53 milljónir kr., til fræðslu og
rannsókna tæpar 12 milljónir kr.og
rúmar 5 milljónir kr. til annarra verk-
efna.
A þessu tímabili hefur UMFl og
mörg ungmennafélög víðsvegar um
land fengið styrki til fjölbreyttra
verkefna. Á hverju ári er prentuð skrá
yfir styrkþega og styrkupphæðir og
liggur hún frammi á skrifstofu
Landverndar. Getur hver sem vill
fengið hana afhenta þar eða senda í
pósti. Þegar þessar tölur eru hafðar í
huga ætti öllum að vera Ijóst hversu
mikilvægt það er að landsmenn allir
standi vörð um þennan eina sjóð í
landinu sem helgaður er verkefnum á
sviði umhverfisverndar og þá ekki síst
störfum almennings að landgræðslu og
gróðurvernd. Árangur þessara starfa
má sjá um allt land. Mörg þessara
verkefna hefði ekki verið hægt að
vinna án tilstuðlan Pokasjóðsins og
fyrir önnur hefur styrkveiting úr sjóðn-
um verið mikilvægur stuðningur og
jafnvel hvatt aðra til að láta eitthvað af
hendi rakna. Hugsum um þetta, þegar
við borgum innkaupapokana okkar og
verum stolt af því að eiga þátt í því að
gera þessi verkefni að veruleika.
Mikið átak hefur verið gert til að grœða upp örfoka svœði á Hrunamannaafrétti. Hér taka
menn sér stundarhlé frá því að klippa stikklinga.
Skinfaxi
25