Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 28
Iþróttamiðstöðin á Laugarvatni: Nær fullbókað næsta sumar Mikil aðsókn er að íþróttamiðstöðinni að Laugarvatni. „Hér var yfirfullt í allt sumar og urðum við að vísa mörgum hópum frá. Allar helgar og jafnvel í miðri viku höfum við nýtt heimavist héraðsskól- ans sem eru í húsunum Grund og Mörk,“ sagði Rósa Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri íþróttamiðstöðvar Is- lands á Laugarvatni, þegar Skinfaxi hitti hana að máli fyrir skömmu. Rósa sagði að í sumar hefðu verið allt að 150 manns í senn í gistingu. Um hefði verið að ræða ýmsa íþróttahópa, knattspyrnufólk sem sundfólk. Iþrótta- félag aldraðra hefði dvalið í tvær vikur, svo og Iþróttafélag fatlaðra sem hefði verið í þrjár vikur. Þá mætti nefna samnorræna sumardvöl fatlaðra og þroskaheftra. „Hér hefur verið minna um frjáls- íþróttafólk yfir sumarið en við von- umst til þess að það komi til með að breytast með tilkomu nýja vallarins og aðstöðunnar sem honum fylgir,“ sagði Rósa. „Frjálsíþróttahóparnir hafa kom- ið hér töluvert að vetrinum og notað inniaðstöðuna sem er mjög góð. í framtíðinni verður hægt að nota braut- irnar yfir vetrarmánuðina líka, þegar búið verður að leggja hita í þær. Fylkir með tíu helgar „Það er mikið búið að panta eftir áramól. í vetur verður t.d. íþróttafé- lagið Fylkir með æfingabúðir hér í 10 helgar fyrir hina ýmsu keppnisflokka, frá 7. flokki og uppúr, bæði stráka og stelpur. Fyrir fólk sem áhuga hefur á vetrar- íþróttum er þessi staður alveg tilvalinn. Vatnið hér er lagt meira og rninna yfir vetrarmánuðina og er það tilvalið til skautaiðkunar. I nágrenninu er einnig skíðalyfta auk þess sem hér er frábær aðstaða til að stunda skíðagöngu, - inn eftir öllum skóginum og jafnvel upp á heiði. Svæðið hér er líka vel fallið til langra sem stuttra gönguferða í allar áttir. Hvað varðar næsta sumar þá má segja að það sé að mestu fullbókað. Það eru þó eftir einhverjir dagar í júní og ágúst.“ - Hvað með ungmennafélögin, not- fœra þau sér aðstöðuna sem skyldi? Ég myndi vilja sjá f'leira fólk utan af landsbyggðinni, bæði íþróttahópa sem kæmu hingað til æfinga, svo og aðra hópa sem myndu lialda hér ráðstefnur og fundi.“ Stefnt að skólabúðum - Nýjungar á döfinni? „Við erunt að reyna að koma á skólabúðunt hérna en samþykkt þar að lútandi hefur enn ekki fengist frá menntamálaráðuneyti. Það eru einar skólabúðir reknar í landinu núna, að Reykjum í Hrútafirði. Þær anna engan veginn öllum grunnskólanemendum á landinu. En ef af þessu yrði gætum við jafnvel nýtt okkur starfskrafta nema úr Iþróttakennaraskólanum sem gætu skipulagt starf fyrir hópa þá sem liing- að kæmu. Hóparnir kæmu þá á mánu- degi og héldu heim á föstudag. Tekið yrði fyrir mismunandi námsefni og auðvitað yrðu íþróttanámskeið ofarlega á blaði, svo og kennsla í heilbrigðis- og líkamsfræði, næringarfræði og svo framvegis. Við höfum hugsað okkur að nem- endur yrðu úr þremur elstu deildum grunnskólans, 8.,9. og 10. bekk. Þetta mál er í biðstöðu eins og er en við ætl- um að fá hópa hér bæði fyrir og eftir áramót til að fá reynslu á þetta fyrir- komulag.“ 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.