Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 6
Fagna því að vinna með ungmennafélögunum - segir Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra „Það er óhætt að segja að þetta hreins- unarátak ungmennafélaganna og ráðuneyt- isins hafi farið vel af stað. Ég er að minnsta kosti ánægður með aðkomu mína að málinu. Að vísu var byrjað í tíð fyrri ríkisstjómar og fyrri ráðherra sem var þátt- takandi í upphafinu,“ segir Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra um hreins- unarátak við strendur, haf, ár og vötn landsins. Hreinsunarátakið fór af stað þann 5. júní sem er alþjóðlegur umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur segist ánægður með sam- starfið við UMFI og tekur fram að hann hafi áður átt ánægjulegt samstarf við hreyf- inguna. „I minni tíð sem heilbrigðisráðherra unnum við saman að verkefni sem gekk undir heitinu „Heilbrigðir lifnaðarhættir ungs fólks“. Það samstarf var allt með ágætum og ég fagna því að eiga þess kost að vinna með ungmennafélögunum á öðr- um vettvangi. Ég veit það af reynslunni af þau samtök gera góða hluti og eru áhuga- söm um að vinna vel að sínum verkefnum. Ég er því fullviss að það verður ekki kastað til hendinni,“ segir Guðmundur. Að skapa landinu ímynd „Verkefnið er líka mjög mikilvægt og tvíþætt. Að hreinsa og fegra landið okkar og einnig að skapa því þá ímynd sem við erum alltaf að tala um að það hafi en erum ekki eins sannfærð innst inni að það hafi í raun. Að minnsta kosti ekki þegar við sjá- um dæmi eins og ég sá á myndum á mál- þingi í Keflavík á dögunum. Umhverfis- fulltrúi Suðurnesja hafði farið um fjörur Reykjanesskagans og tekið myndir sem sýndu að það var vissulega þörf að taka til hendinni.“ Umhverfisráðherra væntir þess að við úrvinnslu á þessu verkefni muni koma fram gagnlegar upplýsingar. Ekki til þess að finna sökudólga heldur til að læra af reynslunni. „Það er ekkert fengið með því að þurfa Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra að endurtaka þetta tiltekna verkefni að ári eða eftir fimm ár af því við höfum ekkert lært.“ Nýta kraftana Þegar ráðherra er spurður um önnur hugsanleg samstarfsverkefni ráðuneytis og ungmennafélaganna segist hann vel sjá að það megi finna aðra þætti umhverfismála fyrir þessa aðila að starfa saman að. „Ég tel mikilvægt að nýta krafta frjálsra félagasamtaka í svona verkefni. Ég er sjálfur félagi í Lionshreyfingunni og sá klúbbur hefur gengið með þjóðvegum að hreinsa rusl og jafnvel staðið hér útí í tjörninni í Reykjavík til að hreinsa upp rusl. Ég vonast til þess að þetta framtak UMFI verði til þess að aðrir hugsi sig um. Það er mikil þörf fyrir okkur að vinna ef við ætlum að standa við þau fyrirheit að ís- land verði með hreinustu löndum hins vestræna heims árið 2000. Ef það á að takast verðum við að taka til í eigin ranni og breyta hugarfari almennings. Ég vona að þetta átak verði eitt stórt skref í þá átt,“ segir Guðmundur. „Einstaklingurinn í sinni daglegu um- gengni þarf að vera með hugann við málið. Við horfum á óskaplegt magn umbúða sem við hendum daglega. I fyrsta lagi verðum við að draga úr magninu, þá eigum við að skoða hvað af úrganginum er endumýtan- legt og að lokum verðum við að koma sorpinu fyrir á skynsamlegan hátt.“ Ráðuneytið er stjórnvald sem væntan- lega getur lítið beitt sér í svona málum ef hinn almenni borgari er ekki með? „Vilji stjómvalda og opinberra stofnana verður vanmáttugur ef hugarfar almenn- ings fylgir ekki með. Ef við horfum til út- landa hefur neyðin kennt mönnum meira þar sem þeir hafa þurft að reka sig á í um- hverfismálum. Við búum í fallegu landi sem við teljum ómengað en við eigum ekki að þurfa að reka okkur á til þess að taka til hendinni. Ef við eigum að viðhalda ímynd landsins út á við verðum við að bregðast við strax og áður en allt er komið í óefni.“ Islendingar státa gjaman af fiskafurðum úr hreinum sjó en er sjórinn við landið eins hreinn og ómengaður og við viljum halda? Sagt hefur verið að lengi taki sjórinn við en á þessi hugsunarháttur við í dag? „Við eigum að vera allra þjóða fremst í því að vernda hafið frá mengun því við eigum alla okkar lífsafkomu þar undir. Fyrir nokkmm ámm fór ég til Þýskalands í hópi annara þingmanna og þar var okkur sýnd skemmd á skógum vegna hins súra regns. Það er dæmi um umhverfismengun sem ekki sést fyrr en skaðinn er skeður og þá getur verið of seint að snúa við.‘ Aldrei virkur Guðmundur er spurður um tengsl sín við UMFÍ og segist hann hafa verið mjög óvirkur þátttakandi í þeim félagsskap. „A mínum yngri ámm var ég ekki mik- ill íþróttamaður og í skóla kallaður leiðtogi 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.