Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1995, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.05.1995, Qupperneq 7
„antisportista". í staðinn við að eltast við fótboltann eða stökkva yfir snúrur fórum við í gönguferðir um náttúruna. Ég hef tek- ið gönguferðirnar upp aftur til að hafa ánægju af því að ganga um náttúruna og skoða hana. Ég var að vísu skráður í íþróttafélag míns heimabæjar, Völsungs á Húsavík, en aldrei virkur þátttakandi,“ segir Guðmundur. Frjó samtök Guðmundur bendir á að ungmennafé- lögin séu rúmlega aldagömul en í stöðugri endurnýjun. „Ég tel nauðsynlegt fyrir félagasamtök að endurnýja sig og finna sér ný verkefni í takt við tíðarandann þótt þau fylgi sínum grundvallarmarkmiðum. Það er svo margt sem ungmennafélögin hafa verið að gera í gegnum tíðina. Ekki einungis á sviði íþrótta, heldur á menningarsviði og félags- sviði. Mér finnst samtökin hafa verið mjög frjó í sinni hugsun og tek sem dænii þetta umhverfisátak sem er mjög í umræðunni. Sú umræða verður þó að vaxa og við meg- um ekki missa hana til baka heldur verðum við að halda áfram að efla umhverfisvit- undina. Því held ég að ungmennafélögin séu á réttri braut,“ segir Guðmundur. „Landsmót samtakanna hafa sannað gildi sitt í fleiru en keppnisíþróttum því þar er líka keppt í ýmsum starfsgreinum. Sjálf- ur hef ég sótt nokkur slík mót og einu sinni orðið þess heiðurs aðnjótandi ávarpa landsmót þegar verkefnið um heilbrigða lifnaðarhætti ungs fólks var í gangi.“ Tveggja ára á landsmót „Vilji stjórnvalda og opinberra stofnana verður vanmáttugur ef hugarfar almennings fylgir ekki með, “ segir Guðmundur. Guðmundur man ekki sitt fyrsta lands- mót en hefur nokkra hugmynd um það af frásögn móður sinnar og annara aðstand- enda. „Þá var ég tveggja ára og var spurður hvað ég ætlaði að gera á landsmótinu. Þá var nýbúið að rýja á bænum og ég svaraði strax og sagðist ætla að fara að klippa fé,“ segir Guðmundur hlæjandi. Ertu sjálfur búinn að fara að tína rusl? Skinfaxi Ert þú áskrifandi? Það getur þú gerst með einu símtali. Sími 568 2929 s Þjónustumiðstöð UMFI Fellsmúla 26 Reykjavík „Þegar ég fer í hina árlegu sumargöngu- ferð með mínum félögum get ég vafalaust tekið þátt í þessu átaki með einhverjum hætti.“ Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.