Skinfaxi - 01.05.1995, Qupperneq 19
Ekki byrja á morgun
- byrjaðu í dag
Frá Reykjavíkurmaraþoni 1994
Frjálsíþróttasamband Is-
lands starfar á mjög víðtæku
sviði. Það sinnir málefnum af-
reksfólksins þ.m.t. skipulagn-
ing vegna keppni erlendis.
Ennfremur er mikið lagt upp úr
þátttöku almennings t.d. með
því að skipuleggja hlaup þar
sem markmiðin um fjöldaþátt-
töku eru í fullu gildi. Þá þarf
að skapa verkefni fyrir þann
fjölda sem tilheyrir hvorugum
þessum hópi. Keppnisfólk sem
ekki hefur náð á toppinn þarf
viðfangsefni við hæfi og skapa
verður unglingum aðstæður til
að leggja stund á íþróttir.
Margir aðilar þurfa að koma að
málum ef góður árangur á að
nást. FRÍ er einungis einn
hlekkur í þeirri keðju.
Árangur okkar besta frjálsí-
þróttafólks hefur verið mjög
góður það sem af er sumri.
Jafnvel er farið að bera saman
árangurinn nú og það tímabil
sem nefnt hefur verið „frjálsí-
þróttavorið". Hér verður ekki
farið út í svoleiðis hugleiðingar
en það er að sjálfsögðu gleðilegt að slík
uppsveifla eigi sér stað og vonandi að
frjálsíþróttir eigi hér eftir vaxandi fylgi að
fagna.
Fjölmörg verkefni eru skipulögð á veg-
um FRI í sumar, og reynt að vinna eitthvað
á öllum sviðum. Stór landsliðshópur fór á
Smáþjóðaleika sem haldnir voru í Lux-
emburg í lok maí. Liðið náði þar mjög
góðum árangri. í byrjun júni fór hópur á
Evrópubikarkeppni landsliða og náði þar
frábærum takti og náði kvennaliðið að
vinna sig upp um deild. Evrópubikar-
keppni landsliða í fjölþraut (2. deild) fór
fram á Laugardalsvelli í byrjun júlí en það
var mikið verkefni með þátttöku nokkurra
erlendra þjóða. Einnig þar náðist frábær
árangur. Stærsti viðburður ársins er
Heimsmeistaramótið sem að þessu sinni
fer fram í Gautaborg í Sviþjóð. Það verð-
ur ekki haldið svo nálægt Islandi í náinni
framtíð og því er um einstakt tækifæri að
ræða fyrir íslendinga að mæta á Heims-
meistaramót og hvetja okkar afreksmenn í
keppni.
Mikið er að gerast meðal samskipta
unglinga við aðrar þjóðir s.s. Ólympíudag-
ar æskunnar, Evrópumeistaramót unglinga,
Eyrarsundsleikar og Norðurlandamót ung-
linga í fjölþraut svo fátt eitt sé nefnt.
FRÍ2000
FRÍ hefur í nokkur ár haft ákveðna
stefnu sem nefnd hefur verið FRI 2000.
Þetta felst í áætlun um æfingar og keppni,
ásamt markmiðssetningu um árangur til
ársins 2000. Valið er í sérstaka úrvalshópa
þar sem einstaklingarnir öðlast t.d. þátt-
tökurétt í æfingabúðum og eiga möguleika
á að keppa við jafnaldra sína erlendis.
Framkvæmd þessarar skipulögðu áætlunar
er talin vera stór liður í þeim árangri sem
nú er að koma í ljós, ásamt því að félögin
stunda mörg hver þrótt-
mikið starf og leggja
þannig geysilega mikið af
mörkum.
Síðastliðinn vetur leit-
aði UMFÍ eftir samstarfi
við Frjálsíþróttasambandið
um almenningsverkefni
sem síðar hlaut heitið
Landshreyfing ‘95. Þetta
var að sjálfsögðu auðsótt
mál enda fellur slíkt við-
fangsefni vel að stefnu
FRI, sem leggur þannig sitt
af mörkum til að stuðla að
hollri hreyfingu almenn-
ings.
Sérstök almennings-
hlaupanefnd er starfandi
hjá FRÍ. Hennar hlutverk
er að vinna að almennings-
verkefnum m.a. með því
að skipuleggja hlaup fyrir
almenning. Viðamesta
verkefnið árlega er
Reykjavíkurmaraþon sem
að þessu sinni er haldið 20.
ágúst. Þetta er í 11. skipti
sem Reykjavíkurmaraþon
fer fram og hefur þátttaka aukist ár frá ári.
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda al-
menningshlaupa en í sérstakri skrá yfir slík
verkefni kemur fram að 65 skipulögð
hlaup fara fram á árinu 1995, þar af 28 yfir
sumarmánuðina. Fjölgun verkefna er í
samræmi við fjölgun þátttakenda en áhugi
virðist sífellt aukast. Allir eiga að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði þeir sem
keppa við tímann og aðrir sem skokka eða
ganga í góðum félagsskap. En aðalatriðið
er að allir hreyfi sig eitthvað og það er
engin nauðsyn að taka þátt í skipulögðum
verkefnum. Hver og einn verður að gera
upp við sig hvaða aðstæður henta.
Landshreyfing ‘95 er áskorun til allra
landsmanna að rækta líkamann og byggja
sig upp fyrir framtíðina. Ekki byrja á
morgun - settu þér markmið og byrjaðu
strax í dag. Vertu með - fyrir þig.
F.h. FRÍ
Gunnar Jóhannesson.
Skinfaxi
19