Skinfaxi - 01.05.1995, Síða 22
Farið var í ýmsa leiki um borð í ferjwmi á
leiðinni frá Grímsey.
henni að hann myndi vinna úr ull og margs
konar efnum öðrum. Hún spurði einnig
hvað hitastigið væri á norðanverðu Islandi
á þessum tíma. Ég sagði henni að það gæti
farið allt niður í 10 gráður, þannig að hún
skyldi koma með skjólfatnaðinn með sér.“
Kynna land og þjóð
Halldóra sagði að yfirleitt væru ung-
lingamir að koma hingað í fyrsta skipti, en
áhersla væri lögð á að kynna þeim land og
þjóð. Nú var til dæmis komið við á ýmsum
fögrum og þekktum stöðum á leiðinni
norður. Þá eyddu þeir hluta úr degi á Akur-
eyri, heimsóttu byggðasafnið á Dalvík,
sigldu til Grímseyjar og heimsóttu Mý-
vatnssveit.
„Þau þekktu ýmislegt til lands og þjóð-
ar,“ sagði Halldóra. „En það var margt
sem kom þeim á óvart og átti að koma
þeim á óvart.“ Eins og áður voru starfrækt-
ir allmargir vinnuhópar á ungmennavik-
unni að Hrafnagili. Má nefna leiklistarhóp,
umhverfishóp, fjölntiðlahóp og útivistar-
hóp.
Flestir frá Danmörku
I ár komu flestir þátttakenda frá Dan-
mörku, eða 26. Frá Svíþjóð komu 15, 14
frá Finnlandi, 5 frá Suður - Slésvík, 12 frá
Noregi og 4 frá Islandi.
Ýmsar sýningar voru settar upp á ungmennavikunni (Danmörku.
Þátttakendur víluðu ekkifyrir sér að takast
á við sláturkeppina.
Halldóra sagði, að það væri athyglisvert
varðandi þátttöku íslenskra unglinga, að
ungmennavikan virtist ekki vekja áhuga
þeirra nema um væri að ræða ferð til út-
landa.
„Það er mikilvægt að jafnvægi haldist á
fjölda frá löndunum, þannig að ekki komi
slagsíða á þetta. A ungmennavikunni í
Danmörku í fyrra var enginn Svíi, fimm
Norðmenn og afgangurinn talaði dönsku.
Norðmennirnir, auk tveggja Finna, sem
töluðu sænsku, voru útundan. Það
skemmtilega við þetta er að spreyta sig á
tala sem flest Norðurlandamálanna og hitta
fólk frá sem flestum landanna.
Það er svo ótrúlega margt sem fólk
miðlar sín á milli við aðstæður sem þessar.
Þegar við fórum til Grímseyjar, voru
tvær norskar stúlkur með harmóníku í
farteskinu. Þær spiluðu á leiðinni út og við
dönsuðum svolítið. A leiðinni heim var
farið í alla mögulega hópleiki. Svo fórum
við að kenna hvert öðru dansa frá heima-
löndum okkar. Það var dansað og sungið á
þilfarinu í kvöldsiglingunni inn lygnan
fjörðinn. Þarna skapaðist ógleymanleg
stemning, þar sem miðlað var dansi, söng
og orðaforða.
Annað dæmi má nefna. í fjölmiðla-
hópnum tóku þátttakendur sig til og þýddu
„Sá ég spóa...“ á öll tungumál. Þar koma
fyrir orðin „móa“ og „flóa“ sem aftur
leiddi til hugleiðinga um orð yfir landslag.
Þá kom í ljós að Danirnir áttu aðeins tvö
orð yfir það, meðan Norðmenn og Islend-
ingar áttu miklu fleiri. Niðurstaðan varð
sú, að landslagið í Danmörku væri einfald-
lega svona fátæklegt, að tvö orð yfir það
dygðu!
Ungmennaskiptin
Nú eru stödd hér tvö ungmenni, sænsk-
ur piltur og norsk stúlka, sem eru hér á
vegum UMFÍ. Pilturinn kom í lok maí og
hélt þá vestur á Firði. Síðan lá leiðin í
Borgarfjörð, að Glitstöðum.
Þá átti hann að fara á unglingalands-
mótið og dvelja í Húnavatnssýslu eftir það.
Lengra náði áætlunin ekki þegar þetta var
22
Skinfaxi