Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1995, Side 23

Skinfaxi - 01.05.1995, Side 23
skrifað, en ýmsar hugmyndir voru í gangi. Stúlkan kom 1. júlí og fór þá norður á Grenivík. Hún er frá þorpi, sem er vinabær Greni- víkur. Fyrir nokkrum árum kom hún, ásamt fleiri ungling- um úr sínu byggðalagi, til Grenivíkur, þar sem hún dvaldi í nokkra daga. Henni líkaði dvölin mjög vel og bað því um að fá að fara þangað aftur. Það reyndist auðsótt mál og hún .,hoppaði hæð sína“ þegar hún fékk að vita það. Frá Grenivík liggur leiðin austur á Jökuldal og einhverja fleiri staði heim- sækir hún. Dvelja hér í þrjá mánuði Útivistarhópurinn að snœðingi úti í guðsgrœnni, danskri náttúrunni. Ungmennin dvelja hér á landi í þrjá mánuði. Þeim er komið fyrir á heimilum, þar sem þau taka þátt í starfi og leik. „íslensk ungmenni virðast ekki mjög áhugasöm um ung- mennaskiptin,“ sagði Halldóra. „Við auglýstum á allan mögulegan hátt hér heima og fengum eina umsókn til Noregs, en enga til Sví- þjóðar. Ef til vill þurftum við að kynna þetta öðruvísi og enn bet- ur, en mér finnst stundum að í erlendum samskipt- um þurfi mikið til að krakkar hringi og segist vilja taka þátt. Þeim finnst þetta framandi og langt í burtu og eru smeyk við að takast á við þetta viðfangsefni. Hins vegar er fólk hér heima tilbúið til að taka við erlendum ungmennum og ég hef fengið upphring- ingar þar sem það býðst til að taka ungling." Auk þess sem að ofan greinir var ungbændaráð- stefna á vegum NSU í Svíþjóð í lok mars. Þangað fóru tveir félagar á vegum UMFI og voru nijög ánægðir. Ungbændaráðstefnan verður haldin hér á landi á næsta ári og þar verður fjallað um landbúnað og ferðamennsku. Þátttakendur gefa hugmyndafluginu gjarnan lausan tauminn. Þessi mynd er einnigfrá ungmennavikunni i Danmörku. Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.