Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 26
FLEIRI GÓÐAR RITGERÐIR / síðasta tölublaði Skinfaxa voru birtar ritgerðir vinningshafa í ritgerðasamkeppni Skinfaxa. En það bárust fleiri góðar ritgerðir, sem eigafullt erindi á prent. Hér á eftir eru birtar fjórar ritgerðir, sumar ásamt teikningum höfunda. Um leið vill Skinfaxi enn og aftur þakka þeim fjölmörgu sem sendu inn ritgerðir í keppnina og vonast til þess að þeir, og semflestir aðrir, haldi vöku sinni og ,,efli íslenskt“ hvenær sem því verður við komið. Ungmenna- og íþróttafélögin: Stór þáttur í aö efla unga fólkið Öflugt og gott íþróttalíf < hverju bœjarfélagi heldur unglingum frá drykkju áfengis og notkun annarra vímuefha. Ég velti því fyrir mér nokkuð lengi hvaða efni ég gæti skrifað um sem tengdist yfirskrift ritgerðasamkeppninnar „Eflum íslenskt." Niðurstaðan varð, að skrifa um ungmennafélögin, því þau hafa án efa haft mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag. Ég skrifa um upphaf ungmennafélaga á Islandi og störf þeirra fyrir íslenskt samfélag. Áhugi minn á þessu málefni vaknaði einnig þar sem HSÞ átti 80 ára afmæli um þær mund- ir, sem þessi ritgerð var skrifuð, en það er sambandið hér í okkar héraði. Það var laust eftir 1900 sem fyrstu ung- mennafélögin voru stofnuð, að frumkvæði manna sem höfðu kynnst sambærilegum félagsskap meðal Norðmanna. Breiddist þessi hreyfing ótrúlega hratt út um landið. Ungmennafélögin áttu meiri þátt í því, en nokkur annar félagsskapur á fyrsta fjórð- ungi aldarinnar, að móta viðhorf uppvax- andi kynslóðar, einkum í sveitum. Með fundahöldum, ræðum, fyrirlestrum, bind- indi, íþróttaiðkun og ákafri tilbeiðslu á landi og þjóð var stálinu stappað í fólk, í fánamálinu, sambandsdeilunni, málvönd- un, skógrækt og yfirleitt hverju einu sem verða mátti til, og átti, að efla land og lýð. Blómaskeið hreyfingarinnar var ekki ýkja langt, en þeir sem ólust upp undir áhrifum hennar lögðu víða leið sína og höfðu áhrif í anda hennar í öðrum félags- skap. Ungmennafélag Þingeyinga var stofnað í anda þess sem á undan hefur verið nefnt. Reyndar var mikil áhersla lögð á mennta- mál en forystumenn gerðu sér fulla grein fyrir gildi menntunar fyrir almenning og þjóðfélagsbaráttuna sem stóð yfir. Góð menntun var ein forsenda sjálfstæðis okk- ar. Ungmennafélagar „skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir," og „hver í bönd þig hneppti og hneppir,“ og urðu þegar í flokki þeirra, er heimtuðu fullt frelsi þjóð- arinnar og sérstakan þjóðfána. Það er engin tilviljun, að úr forystusveit fyrstu ung- mennafélaganna komu áhrifamestu fram- fara- og umbótamenn á næstu áratugum, menn sem fengu sinn fyrsta félagsmála- þroska hjá þeim. Það var árið 1916, sem nokkrir menn hófu útgáfu á „Rétti,“ fræðsluriti um fé- lagsmál og mannréttindi. Þetta voru fjórir Þingeyingar, aðalhvatamaður að útgáfu Réttar og ritstjóri var formaður Sambands þingeyskra ungmennafélaga, Þórólfur Sig- urðsson. Ritið hefst á þessum orðum Sig- urgeirs Friðrikssonar: „Ræktun lýðs og lands.“ Héraðssamband Suður - Þingey- inga hefur nú tekið þessi orð, „Ræktun lýðs og lands" upp í merki sitt í mjög fag- urri umgjörð. En Héraðssamband Suður - Þingeyinga var stofnað að Breiðumýri 31. október 1914 og var fyrsti formaður sam- bandsins, sem þá hét Samband þingeyskra ungmennafélaga, Þórólfur Sigurðsson. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.