Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1995, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.05.1995, Qupperneq 30
Vísnaþáttur Ungmennafélagið Vesturhlíð hefur nú starfað í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Félagar eru flestir ungmennafélagar af landsbyggðinni, sem flust hafa til höfuð- borgarinnar. A fundum félagsins hefur haldist sá siður að í fundarboði eru settir fram fyrripartar, sem síðan eru botnaðir á fundinum. Misdýrt er kveðið, eins og gengur, en innan um leynast ágætar vísur. Umsjónarmaður vísnaþáttarins gægðist í fundagerðarbók Vesturhlíðar og hér koma sýnishom af því sem þar er að finna. Gríp- um fyrst niður, þar sem undirbúningur fyr- ir landsmót UMFÍ á Laugarvatni stóð sem hæst. Fyrripartur: Senn hvað líður sjáum við sól á landsmót skína HÓ botnar: Spáin bíður, spyrjið þið. Spennan má ei dvína SI botnar: Þá fullhugamir fylla svið, til framtíðar þeir brýna. FÞ botnar: Laugarvatn um landsmótið leikmynd skapar fína. Að vetrarlagi er ort: Válynd byrgja veður sýn, vetur steytir hnefa. JG botnar: Komdu hingað kæra mín, koss ég skal þér gefa. HÓ botnar: Uti haglið á oss hrín, ei mun hugann sefa. JÍ botnar: Ekki gráta elskan mín, aftur vor mun gefa. Að lokum skulum við sjá hvaða metnað félagar hafa fyrir hönd Vesturhlíðar: Stefnir áfram upp á við, okkar félag góða. SS botnar: Ungu fólki leggjum lið landinu til góða. PG botnar: Ymsum málum leggjum lið í landsmót skulum bjóða. FÞ botnar: Ef við höldum æ þeim sið aðeins gott að bjóða. Eins og sjá má af þessu er fjallað um ýmislegt í vísum Vesturhlíðarmanna. í lokin koma tveir fyrripartar, sem les- endur geta spreytt sig á: Upp til fjalla, út við sjó allt í blóma sýnist. Víst má núna víða sjá veiðimenn í ánum. Sendið botna til Skinfaxa, utanáskriftin er: Skinfaxi-vísnaþáttur Þjónustumiðstöð UMFI Fellsmúla 26 108 Reykjavík. Snjallar vísur eru einnig vel þegnar og góð saga um tilurð vísnanna má gjarnan fylgja. Með kveðju, Freygarður Pennavinir Skinfaxa hafa borist allmörg bréf frá Finnlandi þar sem ósk- að er eftir pennavinum. Von- andi hafa sem flestir íslenskir unglingar áhuga á að skrifast á við jafnaldra sína í öðrum lönd- um. Slík bréfaskipti eru bæði skemmtileg og lærdómsrík, auk þess sem þau leiða oft til heim- sókna síðar meir. Hér á eftir fara nöfn nokkurra unglinga sem vilja skrifast á við íslenska jafnaldra sína. 14 ára finnsk stúlka, sem er meðlimur í 4H-samtökunum óskar eftir íslenskum pennavini. Áhugamál hennar eru að leika á klarinet, skrifa bréf, sigla, fara í bíó, (uppáhaldsleikarar: Brad Pitt, Jim Carrey, Tom Cruise, Tom Hanks) og hlusta á tónlist (Bon Jovi!) Hana langar til að skrifast á við pilt eða stúlku á aldrinum 13-16 ára og hún lofar að svara öllum bréfum. Nafn og heimilisfang er: Minna Torvinen Virkkalantie 34b, 08100 Lohja - Finland. 15 ára stúlka óskar eftir ís- lenskum pennavini. Hún vill gjaman skrifa á ensku. Nafn og heimilisfang er: Marja Mákinen Valkamanpolku 2 v 13 SF-05840 Hyvinkaa Finland 15 ára stúlka sem er í 4H- samtökunum vill skrifast á við 13-16 ára pilt eða stúlku. Áhugamál eru íþróttir og lestur. Hún vill gjarnan skrifa á sænsku eða ensku. Nafnið er: Sanna Huhtala Huhtalantie 16 69150 Eskola - Finland Irina frá Finnlandi óskar eft- ir að eignast íslenskan pennavin á aldrinum 18-30 ára. Skrifið til: Irina Kuosmanen Hihnamiehentie 2 as. 4 88200 Otanmaki Suomi - Finland. 17 ára stúlka óskar eftir pennavinum. Áhugamál: tón- list, lestur, dans, fólk og sauma- skapur. Nafn og heimilisfang er: Paula Laine Paimoiontie 221, 25260 Vaskio - Finland 14 ára finnsk stúlka óskar eftir að skrifast á við íslenskan ungling. Áhugamál: tónlist, söngur, þjóðdansar og 4H. Skrifið til: Riikka Laine, Paimiontie 221, 25260 Vaskio - Finland. Tvær síðastgreindu stúlkum- ar vilja báðar skrifa á ensku. 19 ára stúlka óskar eftir ís- lenskum pennavini. Áhugamál: íþróttir, tónlist, lestur og frí- merkjasöfnun. Nafn og heimil- isfang: Kirsi Koro FIN-34740 Koro - Finland Stúlka, 16 ára óskar eftir pennavini. Hún er dýravinur og á hund og þrjá ketti. Hún vill skrifa á ensku. Nafn og heimil- isfang: Elina Kovanen Kotilahdentie 29 87100 Kajaani - Finland 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.