Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1995, Side 32

Skinfaxi - 01.05.1995, Side 32
Glímuveisla að Laugum Allir sigurvegarar á Grunnskólamótinu. Fremri röð frá vinstri: Þórólfur Valsson, Kristján > Omar Másson, Júlíus Jakobsson, Bjarni Bjarnason, Magnea Svavarsdóttir, Andrea Páls- dóttir, Hugrún Geirsdóttir og Berglind Kristinsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Héðinsson, Olafur Kristjánsson, Stefán Geirsson, Margrét Ingjaldsdóttir, Dröfn Birgis- dóttir, Rakel Theódórsdóttir, Sjöfn Gunnarsdóttir, Inga Gerða Pétursdóttir og Sigrún Jó- hannsdóttir. Það var sannkölluð glímuveisla einkum fyrir yngri kynslóðina að Laugum í Þing- eyjarsýslu helgina 22. - 23. apríl síðastlið- inn. Þá fóru fram hvorki fleiri né færri en fjögur glímumót af ýmsu tagi á vegum Glímusambands Islands. Það voru Grunn- skólamót; hluti Sveitaglímu; Meistaramót og helginni lauk með stóreflis bænda- glímu. Þeir röskustu kepptu í öllum þess- um mótum og fengu aldeilis að spreyta sig á glímuvellinum. Grunnskólamótið í glímu Það var líf í tuskunum á 9. Grunnskóla- móti Glímusambandsins sem hófst kl. 3 á laugardeginum. Þama vom mættir 57 nem- endur úr 14 skólum víðs vegar að af land- inu þeirra erinda að takast á í þjóðaríþrótt- inni. Þarna voru bæði ungir byrjendur sem kunnu eitt bragð aðeins, og þaulvanir eldri keppendur sem beittu öllum brögðum. Þarna var keppt í 4. - 10. bekk bæði hjá stúlkum og drengjum og sigurvegari hvers bekkjar hlaut titilinn „Grunnskólameist- ari.“ Engin smáræðis nafnbót og svo fylgdi lítill bikar í kaupbæti en farandbikar verður geymdur í skóla sigurvegarans árlangt. Keppt var á tveim völlum samtímis og mikið um að vera, flautur glumdu og glímubúnir garpar ýmist tókust glímutök- um eða hvöttu samherjana. Það voru stelpurnar að sunnan, - úr Rangárþingi, af Laugarvatni og úr Flóan- um sem röðuðu sér í efstu sætin í keppni stúlknanna. Norðlensku stúlkurnar úr Grunnskóla Skútustaðahrepps sigruðu þó þrefalt í 6. bekk og áttu menn á verðlauna- palli í 5. og 7. bekk. Rangæingar eignuðust þrjá meistara, Laugvetningar einn og Flóa- menn fjóra. Að vísu voru aðeins tveir keppendur í fjórum flokkum en það stafaði af því hve áliðið var orðið vetrar því tví- vegis varð að fresta mótinu vegna ófærðar. Stúlkurnar afsönnuðu rækilega þá kenn- ingu að þær ráði ekki við hábrögðin til jafns við strákana og margar lögðu and- stæðingana glæsilega á klofbragði. Nú voru mættir til leiks glímuhópar frá Sauðárkróki og Reyðarfirði sem nýlega hófu að iðka þjóðaríþróttina. Þetta voru aðallega drengir. Þeir settu svip sinn á mót- ið og eignuðust hvor um sig sinn fyrsta Grunnskólameistara. Kristján Ómar Más- son frá Sauðárkróki sigraði í 6. bekk og Þórólfur Valsson Reyðarfirði sigraði í 7. bekk drengja. Þeir eiga margt ólært í glímutækni en eru ungir og kappsfullir og það fleytti þeim langt í keppninni sem var mjög spennandi og fjölmenn og svo jöfn að báðir þurftu að keppa aukalega til úrslita og urðu þá hlut- skarpastir. I eldri bekkjunum voru Stefán Geirsson, Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Héðinsson hinir öruggu sigurvegarar enda þrautreyndir keppnismenn. Sveitaglíma yngri fiokka Strax þegar Grunnskólamótinu lauk var tekin fyrir keppni yngri flokka í sveitaglímu sem hafði orðið að fresta vegna ófærðar um veturinn. Þetta voru flokkar telpna 10 - 12 ára og sveina 13-15 ára. Þama voru Þingeyingar sigursælir og er skemmst frá því að segja að þeir sigruðu með yfirburðum í báðum flokkum. í telpnaflokknum kepptu sveitir HSÞ og HSK. Þar hlutu þingeysku valkyrjurnar 14, 5 vinninga en sunnlensku telpurnar 1,5 vinning. I sveinaflokki kepptu sveitir HSÞ, HSK og Þryms frá Sauðárkróki. Þingey- ingar voru elstir og öflugastir og sigruðu léttilega. Skarphéðinsmenn komu næstir en Þrymsmenn ráku lestina en þetta er í fyrsta sinn sem þeir spreyta sig í sveitaglímu. Meistaramótið hófst klukkan 10 að morgni sunnudags eftir að allir höfðu skriðið fram úr svefnpokunum og snætt morgunverð. Keppendur voru 67 og kepptu í 11 flokkum karla og kvenna. Heimamenn Þingeyinga hlutu mest af góð- Meistaramót íslands / Landsflokkaglíman 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.