Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 5

Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 5
Það er tekið að halla á árið 1995 og jólin nálgast, en þegar þessar línur eru settar á blað er þó fátt sem minnir á jólahátíðina hér í sveitinni enn sem komið er, þessa mestu hátíð ársins sem veitir okkur birtu og yl í svartasta skammdeginu. En það sem fer gegnum huga minn á þessari stundu er 39. þing Ungmennafélags íslands sem haldið var að Laugum í Þingeyjarsýslu 18. og 19. nóvember síðastliðinn. Þess verður trúlega minnst fyrir margra hluta sakir. Þing líkjast að mörgu leyti íþróttakeppni, við vitum aldrei fyrirfram hver niðurstaðan verður, sumir sigra en aðrir verða undir En svona er víst lífið og víst er að við sem vorum þarna lærðum margt og við skulum nýta okkur þann lærdóm í framtíðinni. Þingið var starfssamt og um margt ánægjulegt eins og venja er á þingum UMFI. Við nutum gestrisni Þingeyinga og fengum að njóta menningarinnar í Reykjadalnum, þar sem þingfulltrúar fóru í leikhús að Breiðumýri og skemmtu sér frábærlega vel. Færi ég leikhópnum og öðrum aðstand- endum leiksýningarinnar bestu þakkir fyrir frábæra skemmtun. Ég þarf ekki að rekja gang þingsins fyrir þeim sem þar voru, en ég ætla að leggja mitt mat á þingið á þessari stundu. Fyrir þinginu lágu margar tillögur, margar hefðbundnar, aðrar um breyttar áherslur svo og framtíðarskipulag Ungmennafélagshreyfingarinnar og síðast en ekki síst tillaga að reglugerð fyrir landsmót UMFÍ. Búið var að leggja mikla undirbúningsvinnu í tillögu að reglugerð fyrir landsmót UMFÍ, bæði fyrir þingið og einnig í starfsnefndinni á þinginu og færi ég nefndarmönnum bestu þakkir fyrir gott starf. Á þinginu kom hins vegar í Ijós að verulegt fylgi var við að gera róttækari breytingar en tillögur nefndarinnar gerðu ráð fyrir og ljóst má vera að reglugerðin þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Stjórn lagði margar tillögur fyrir þingið sem flestar hverjar hlutu samþykki, öðrum var vísað til stjórnar eða nefnda á vegum UMFÍ og fáeinar voru ekki samþykktar eins og gengur. Vissulega hefði ég sem formaður viljað koma öllum tillögum stjórnar sem minnst breyttum í gegnurn þingið, því ég er þeirrar skoðunar að þær hafi verið góðar. Við smíð þessara tillagna og undirbúning að þeim höfðum við framtíðarhagsmuni UMFÍ að leiðarljósi. Ég vil framgang ungmennafélagshreyfingarinnar sem mestan, og hún á að vera gildandi í íslensku þjóðlífi hér eftir sem hingað til. Eins og ég sagði áðan voru flestar tillögur stjórnar samþykktar lítt breyttar, og í stað þeirra sem ekki voru samþykktar, voru samþykktar aðrar tillögur um sama málefni. Hvar sem ég starfa vil ég að hlutirnir gangi hratt fyrir sig og þannig vinn ég einnig á vettvangi UMFI. I nútímaþjóðfélagi ganga hlutirnir hratt fyrir sig og við erum fljót að missa af lestinni ef við vinnum ekki hratt og örugglega og einnig er nauðsynlegt að horfa til framtíðar. Niðurstaða mín er sú að ég er í meginatriðum ánægður með þingið, en við þurfum öll að temja okkur vandaðri vinnubrögð. Ég mun beita mér fyrir því fyrir næsta þing að stjórnarmenn hver á sínu svæði kynni og fari yfir tillögur stjórnar með forystumönnum sambandsaðila tveimur til þremur vikum fyrir þing. Það er mikilvægt að þingfulltrúar komi vel undirbúnir til þings. Góðir félagar, að lokum óska ég ykkur öllum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Hittumst kát og hress á nýju ári. Þórir Jónsson formaður UMFÍ SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.