Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1995, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.10.1995, Qupperneq 6
UMFÍ - FRÉTTIR • Knattspyrnulið Stjörnunnar í Garðabæ er nú að styrkja lið sitt fyrir komandi tímabil í Sjóvá-Almennra deild- inni. Nú nýlega gekk Helgi Björgvinsson til liðs við félagið og mun hann koma til með að styrkja liðið mikið á miðjunni. • Ungmennafélögin skipta með sér efstu sætunum í DHL- deildinni. Njarðvík, Keflavík og Grindavík eru öll í toppbarátt- unni en að margra mati verður það helst lið Hauka sem kemur til með að ógna þeim í vetur. • Knattspyrnulið Leifturs Olafsfirði ætlar sér greinilega stóra hluti í 1. deild- inni næsta sumar. Nú nýlega gekk lands- liðsmaðurinn Daði Dervic til liðs við Leiftursliðið og má með sanni segja að þá hafi vantað góðan varnarmann þar sem þeim gekk mjög illa að halda markinu hreinu á síðustu leiktíð. • Kvennalið Stjörn- unnar í handbolta er hreint óstöðvandi þessa dagana og fátt virðist geta komið í veg fyrir að liðið tryggi sér íslandsmeistara- titilinn í vetur. •Rastislav Lazorik, sem leikið hefur með 1. deildarliði UBK, hefur nú skrifað undir samning við annað ungmennafélag. Lazorik mun næsta tímabil klæðast búning Leifturs frá Ólafsfirði. Bókaútgáfa Afram Latibœr eftir Magnús Scheving Það er greinilegt að Magnúsi Scheving líkar það vel að takast á við ný og krefjandi verkefni en það nýjasta hjá honum er bókaútgáfa. Magnús gefur meðal annars út barnabók fyrir jólin sem hlotið hefur nafnið „Afram Latibær". Að sögn Magnúsar fjallar bókin um bæ sem er venjulegur nema að því leyti að allir íbúarnir eru mjög latir. Þar stundar enginn íþróttir, krakkar kunna ekki að hjóla og hanga heima allan daginn og spila tölvuleiki. Þeir borða mikið af sælgæti og óhollum mat og eru nánast búnir að gleyma því hvernig á að hreyfa sig. Einn góðan veðurdag fær bæjarstjórinn svo bréf þar sem honum er tilkynnt að bærinn verði að taka þátt í íþróttamóti sem halda á og með hjálp frá íþróttaálfinum fara bæjarbúar að undirbúa sig á fullu. Af bókinni má meðal annars læra skemmtilega leiki og hvaða mat er hollt að borða. Semsagt spennandi verkefni framundan hjá Magnúsi og það verður gaman að sjá hvernig almenningur tekur á móti Magnúsi Scheving, rithöfundi. Afmæli Framkvœmdarstjóri og frú samtals 80 ára Ekki alls fyrir löngu héldu Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFI, og eiginkona hans upp á fertugsafmæli sín. Mikið var um góða gesti og voru hátt á hundrað manns saman komnir þegar mest var. Sæmundur fékk á sig nokkur skot í ræðum félaga sinna en einkum fékk ráðherrann Finnur 1 Ingólfsson fólk til að hlæja þegar hann fór yfir það helsta í samskiptum þeirra frænda í gegnum tíðina. I einni sögunni rifjaði Finnur upp ferðalag til Spánar þar sem hann tapaði vegabréfinu sínu og Sæmundur sagði að það væri nú ekki mikið mál, hann myndi bara smygla honum yfir landamærin í skottinu á bílnum. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar ef að framtíðar- ráðherraefni á Islandi hefði verið handtekinn í skottinu hjá Sæmundi. Pennavinir Anna Ala-Orvola, 18 ára 38220 Storme Finland vill skrifast á við stráka eða stelpur á aldrinum 18-20 ára. Áhugamál: íþróttir og hestar Marja Matikainen, 15 ára Monolantie 103 54330 SIMOLA Finland Áhugamál: Sund og hundar Outi Valkama, 17 ára 38140 Karpplala Finland Rhachlioune Abdallah, 29 ára 12 Impasse my Abdalafid Maison (1) Ratat 10000 Morocco vill skrifast á við fólk á svipuðum aldri. Þið getið sent nafn ykkar á ritstjórn Skinfaxa ef þið óskið eftir að eignast pennavin á Islandi. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.