Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 34

Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 34
Fypst til að \iniia 1 S m á|) j óðaleikunum Hrafnhildur Hannesdóttir, tenniskona hjá Fjölni, er aöeins 18 ára gömul en hefnr samt fjórum sinnum oröiö Islandsmeistari í kvennaflokki. Hrafnhildur er okkar besta landslidskona í tennis og hún á svo sannarlega framtíöina fyrir sér í íþróttinni. Viö hjá Skinfaxa heimsóttum hana á œfingu í Tennishöllinni og forvitnuðumst um framtíðaráform hennar. Hvenær byjaðir þú að æfa tennis? „Ég hef verið svona 11 ára gömul þegar ég fór að æfa af viti. Ég bjó í Svíþjóð þar til ég var 9 ára gömul og fór ekki að æfa tennis fyrr en nokkru eftir að ég kom heim til Islands." Var einhver áhugi fyrir tennis á íslandi þegar þú byrjaðir að æfa? „Það voru nú frekar fáir sem spiluðu tennis og þá var bara útivöllur á Víkingssvæðinu svo það var ekki hægt að æfa neitt af viti." Var Islandsmót í tennis fyrst þegar þú byrjaðir? „Ég veit nú ekki hvenær það var byrjað að keppa um Islandsmeistaratitilinn en ég held að það hafi verið árið áður en ég kom heim." Hver er árangur þinn í tennis? „Ég var íslandsmeistari unglinga árið 1988 og í kvennaflokki '91/92 og '93 en tapaði svo fyrir Stefaníu Stefánsdóttur árið 1994 en vann svo aftur núna í ár." Er samkeppnin lítil? „Það vantar keppendur í alla flokka og áhuginn er frekar lítill hjá stelpunum. Ég held að ég og Stefanía séum þær tvær bestu og vinnum yfirleitt til skiptist." Hvernig er æfingum háttað hjá Fjölni og landsliðinu? „Æfingaprógrammið er þannig núna að öll félögin æfa saman og því engar sérstakar æfingar hjá Fjölni. Við erum það fáar að þetta er miklu hagstæðara fyrirkomulag og þá er líka alltaf verið að keppa við þær bestu." Eruð þið með góðan þjálfara? „Við erum með tvo erlenda þjálfara sem eru báðir mjög góðir. Það hafa líka verið íslenskir þjálfarar í þessu en vegna reynsluleysis hafa þeir kannski ekki staðið sig nægilega vel. Ef við ætlum að ná lengra í íþróttinni verðum við að flytja inn kunnáttuna frá útlöndum." Hvað æfir þú oft í viku? „Ég æfi fjórum sinnum í viku og svo er ég líka í Mætti til að styrkja mig líkamlega." Hefur þú verið í öðrum íþróttum? „Ég var í frjálsum, handbolta og fótbolta en entist ekki lengi þar. Núna er ég bara í tennis en er líka aðeins viðriðin hesta þótt það sé nú líklega meira tómstundargaman en íþróttaeðlis." Er tennis dýr íþrótt? „Tennis getur verið dýr íþrótt en það fer t.d. eftir því hversu dýran spaða og skó þú kaupir. Þú getur fengið góðan spaða á um 10.000 krónur og skór eru á svipuðu verði, svo er líka mjög dýrt að leigja vellina og ef þú ætlar að æfa sjálf þá getur það orðið mjög dýrt - ég held t.d. að völlurinn hérna kosti átta hundruð á tímann." Eru einhver önnur mót í gangi en Islandsmótið? „Hvert félag heldur eitt stórt mót á ári svo þetta eru svona fimm stór mót sem eru haldin árlega. Hjá landsliðinu eru fá mót sem við förum og tökum þátt í en það eru helst Smáþjóðaleikarnir og svo Evrópukeppni kvennalandsliða sem fór fram á Islandi nú á dögunum." Nú töpuðuð þið öllum leikjum í Evrópukeppninni en samt er haft eftir ykkur í fjölmiðlum að þið væruð ánægðar með árangurinn? „Ef við miðum við hversu lengi við erum búin að vera að æfa og hversu lengi þessi lönd sem við erum að keppa á móti hafa æft þá held ég að árangur okkar hafi verið góður. Þær æfa líka alla daga og stundum tvisvar á dag svo það er ekki hægt að ætlast til að við sigrum þessar stelpur - þær eru í miklu betri þjálfun. Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að árangurinn hafi verið góður en við vorum alla vega ánægð með útkomuna." Getur liðið fallið eitthvað neðar en það er í dag? „Nei, ég held að við stöndum bara í stað og verðum áfram í 2. deild þrátt fyrir að lenda í neðsta sæti á mótinu hérna heima." Hvað þarf að koma til svo við getum farið að veita þessum liðum samkeppni? „Við verðum bara að æfa meira og skapa okkur hefð. Það tekur tíma að byggja upp góðan tennisspilara og það þarf að æfa mjög stíft. Eins og þetta er í dag sé ég ekki að við getum veitt þessum liðum verulega samkeppni á næstunni. Okkur vantar líka keppnisreynslu og það kemur alltaf vel í ljós að við erum ekki að leika jafn vel í leikjum og við gerum á æfingum." Nú geta jafnir leikir verið ansi langir í tennis - hvað er lengsti leikur sem þú hefur spilað? „Ég held að hann hafi verið hátt í þrjá tíma og þá var ég nú bara fjórtán ára gömul. Það er hinsvegar algengast að leikir séu um einn og hálfan tíma langir en stundum fer það niður í fjörutíu og fimm mínútur." Hvað væri hægt að gera til að auka vinsældir tennis á Islandi? „Það er nú voðalega erfitt að svara því. Tennisíþróttin er mjög vinsæl um allan heim og því erfitt að útskýra hvers vegna hún á svo erfitt uppdráttar hérna á Islandi. Það mætti kannski byrja á því að sýna meiri tennis í sjónvarpinu og þá útskýra vel fyrir fólki hvernig leikurinn fer fram og hverjar reglurnar eru. Tennis er mjög erfið íþrótt og það eru margir sem gefast fljótt upp þar sem langan tíma tekur að ná góðurn tökum á leiknum." Nú er tennis spilað á mismunandi völlum er aðstaða fyrir keppendur að æfa sig á t.d. möl hérna á Islandi? SKINFAXI 34

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.