Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1995, Page 37

Skinfaxi - 01.10.1995, Page 37
Verður Valur aftur meistari eða fara KA-menn alla leið í vetur? Hvernig tekst Þorbergi til með Eyjamenn? Er Bjarki það sem Aftureldingu vantaði? Falla Reykjavíkurrisarnir Víkingur og KR í 2. deild? Nissan-deildin er nú á fullu og með hverri vikunni eykst spennan á toppnum og á botninum. Hér á eftir spáum við aðeins í spilin um framhaldið hjá liðum deildarinnar. Spáðí handbol Valur Það hafa orðið nokkrar breytingar á Valsliðinu en samt sem áður verða þeir sterkir í vetur. Þeir eru nú í topp- baráttunni en þeir sakna mikið fyrrum fyrirliði síns, Geirs Sveinssonar, sem nú leikur í Frakklandi. Jón Kristjánsson, Oli Stefáns, Gummi Hrafnkels og Dagur hafa farið alla leið áður og leikreynsla þeirra mun koma þeim langt. Spá: Undanúrslit í deild úrslit í bikar. KA Kúbumaðurinn Duranona er þessa stundina markahæsti leikmaður Nissan- deildarinnar og það var mikill fengur fyrir KA-liðið að fá hann í sínar raðir. Liðið vantar góðan varamannabekk og Alfreð Gíslason hefur ennþá og aftur þurft að taka fram skóna. Varnarleikur liðsins með Alfreð, Erling, Patrek og Duranona fyrir miðju skelfir flesta andstæðinga og á eftir að koma liðinu langt. Spá: Urslit í deild. FH Þeir hafa komið mjög sterkir til leiks og Sigurjón Sigurðsson, fyrrum leikmaður Hauka, hefur blómstrað hjá þeim. Þeir bíða spenntir eftir því að Héðinn Gilsson nái sér af meiðslunum og ef leikur liðsins smellur saman verða þeir illviðráðanlegir. Spá: Urslit í deild. Stjarnan Þeir líta alltaf vel út á pappírunum en virðast ekki ná að smella saman. Skúli Gunnsteinsson yfirgaf þá og liðið virðist sakna hans. Fillipov verður að sýna forystuhæfileika ef liðið á að veita Val og KA samkeppni. Spá: Undanúrslit í bikar. Afturelding Einar Þorvarðarson tók við liðinu af Guðmundi Guðmundssyni. Liðið er lítið breytt frá í fyrra en Jason Ólafsson fór til Italíu en í staðinn fengu þeir Bjarka Sigurðsson frá Víkingum. Liðið fór illa af stað en hefur sýnt betri leiki að undanförnu. Spá: Undanúrslit í deild. Selfoss Valdimar Grímsson tók við Selfossliðinu eftir slakt gengi þeirra í fyrra. Valdimar er spilandi þjálfari og gerir það honum erfiðara fyrir að stjórna liðinu. Einar Gunnar er enn bara efnilegur og liðið virðist vanta neistann. Spá: 8. liða úrslit í deild. Haukar Bamruk og félagar fóru vel af stað og náðu til dæmis jafntefli við Valsmenn að Hlíðarenda. Það er aldrei að vita hvað Haukarnir gera þegar þeirra sterkasti maður, Gústaf Bjarnason, fer að leika að nýju eftir meiðslin. Haukarnir hafa góða einstaklinga en það er sama með þá og mörg önnur lið að breiddin er engin. Spá: 8 liða úrslit í deild. ÍR Hver man ekki eftir því þegar ÍR-ingar slógu Stjörnumenn út úr 8 liða úrslitunum í deildinni í fyrra? Liðið er ungt og mjög misjafnt en hefur sýnt það að þeir geta sigrað hvaða lið sem er á góðum degi. Eyjólfur Bragason er að gera góða hluti. Spá: 8 liða úrslit í deild. ÍBV Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur úr litlu að moða í Eyjum. Uppbygging er líklega eina markmið Eyjamanna í vetur og þrátt fyrir að hafa fengið Sigmar Þröst heim á liðið enga möguleika á titli. Spá: A lygnum sjó. Víkingur Það er skrýtið að sjá þetta fyrrum stórveldi í handboltanum berjast fyrir lífi sínu í Nissan-deildinni. Þrátt fyrir að hafa einn öflugasta þjálfara deildarinnar eiga sigrarnir eftir að vera fáir í vetur. Spá: Fall í 2. deild. Grótta Seltjarnarnesliðið er komið með mjög sterka liðsheild en það er kannski einna helst að samæfinguna vanti. Grótta hefur sýnt góða spretti en svo tapað illa, til dæmis á móti KA í bikarnum. Spá: A lygnum sjó. KR Lang lélegasta liðið í deildinni og ekkert annað en fall blasir við þeim. KR-ingar fengu skell í bikarnum á móti ÍH og sýnir það kannski einna best styrkleika þeirra. Spá: Fall í 2. deild. SKINFAXI37

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.