Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1995, Page 44

Skinfaxi - 01.10.1995, Page 44
Ottinn er ímyndun segir Michael Jordan Eg hugsa aldrei um afleió- ingarnar ef ég hitti ekki úr mikilvœgu skoti. Af hverju? Afþví að efþú hugsar um afleibingarnar ferðu ósjálf- rátt að hugsa um neikvœða hluti. Ef ég ætlði að hoppa út í sundlaug og ég kynni ekki að synda myndi ég hugsa með mér hvað ég þyrfti að gera til að bjarga mér. Ég hoppa ekki útí og hugsa með mér; „ég held ég geti synt en kannski drukkna ég." Ef ég tek snöggar ákvarðanir hugsa ég um jákvæðu afleiðingarnar - ég er ekki að hugsa um hvað gerist ef mér mistekst. n ég get séð af hverju sumt fólk er hrætt við að mistakast. Þær hugsanir koma frá félögum þeirra eða bara útaf tilhugsuninni um neikvæðar niðurstöður. Það gæti verið hrætt um að líta illa út eða vera sjálfu sér til skammar. Það er bara ekki nógu góð ástæða fyrir mig. S g áttaði mig fljótt á því að ef ég ætlaði mér að ná langt í lífinu þyrfti ég að vera sækinn. Ég þurfti að fara út og gera hlutina sjálfur. Ég held að þú komist aldrei neitt áfram með því að stíga í sömu sporin og allir hinir. Ég veit að óttinn er hindrun fyrir suma en fyrir mig er óttinn ímyndun. egar á reynir hugsa ég ekki um neitt annað en verkefnið sem bíður mín. Otti er bara ímyndun. Þú heldur að það séu ljón í veginum en í rauninni eru allar hurðir opnar. Alls staðar eru möguleikar fyrir þig að standa þig vel og opna fleiri dyr. Ef niðurstaðan verður sú að mitt besta er ekki nægilega gott get ég alla vega róað mig með því að ég var ekki hræddur við að takast á við verkefnið. Kannski var ég bara ekki nægilega góður. Það kemur fyrir alla og það er ekkert til að hræðast eða skammast sín fyrir. Mistök hafa alltaf fengið mig til að gera enn betur næst. Ráðleggingar mínar hafa alltaf verið að hugsa jákvætt og finna allar jákvæðu hliðarnar á þeim mistökum sem þú gerir. Stundum geta mistök verið sú leið til að koma þér nær takmarki þínu. Tökum sem dæmi að ég sé að gera við bílinn minn. í hvert skipti sem ég geri eitthvað vitlaust aukast líkurnar á að ég finni hvað er að. Allar mestu uppfinningar sem mannkynið hefur gert komu eftir hundruð mistaka. S g held að einbeitingarleysi geti valdið ótta og þá á ég sérstaklega við íþróttir. Ef ég hefði til dæmis staðið á vítalínunni og hugsað um þá tíu milljónir manna sem voru að horfa á mig í sjónvarpinu gæti ég ekki hitt úr einu einasta skoti. S g reyndi því að ímynda mér að ég væri staddur á viðkunnanlegum stað þar sem ég var vanur að taka vítaskot og vanur að hitta. Ég loka mig frá umhverfinu og fer í gegnum sömu hreyfingarnar og t.d. á æfingu. Ég veit að ég er að gera réttu hlutina og því verð ég rólegur og skotin rata rétta leið. etta er ekkert frábrugðið því að halda ræðu í viðskiptaheiminum eða skila inn verkefni fyrir skólann. Ef þú hefur undirbúið þig rétt og gert alla nauðsynlegu hlutina verður verkefnið ekkert mál þegar þú einbeitir þér fyrir framan áhorfandann. Þú ert að gera sömu hlutina og áður - af hverju ætti þér frekar að mistakast núna? Annað hvort líkar kennaranum, kaupandanum eða áhorfandanum við það sem lagt var fram eða ekki. Það skiptir ekki öllu, þú gerðir hins vegar allt vel. / g get sætt mig við mistök. Ollum mistekst einhvern tímann. En ég get ekki sætt mig við það að reyna ekki. Það er þess vegna sem ég var ekki hræddur við að snúa mér að hafnabolta. Ég myndi ekki segja; „ég get ekki gért þetta þar sem ég er svo hræddur um að komast ekki í liðið". Það er ekki mitt mottó. Það skiptir ekki máli hvort þú vinnur eða tapar ef þú leggur þig allan fram og gefur alltaf 110% í það sem þú ert að gera. ýtt og endursagt úr bókinni „I Can't Accept Not Trying" eftir Michael Jordan. í næsta tölublaði Skinfaxa mun Jordan tala um skuldbindinguna. 44 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.