Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 5
LEIÐARI — ▼ — Ungmennafélag íslands verður.níutíu ára á næsta ári, það er því ljóst að félagið á sér langa sögu. Þó níutíu ár sé langur tími í mannaaldri talið er það ekki endilega langur tími sé miðað við aldur félags. Þessi tímamót í sögu Ungmennafélag íslands leiða hugann hins vegar að stöðu félagsins um þessar mundir, ég sagði níutíu ár ekki langan tíma í sögu félags, hins vegar verðum við að líta til þess að níutíu ár geta verið langur tími og félag orðið gamalt á þeim tíma ef við félagarnir gætum ekki að okkur. Þar á ég við að ef við höldum ekki vöku okkar staðnar félagið, og á okkar tímum líður tíminn hratt, þess vegna verðum við að halda betur vöku okkar en ella. Ungmennafélag fslands hefur að því láni að fagna að þar hafa ráðið fyrir menn er hafa látið viðsýni ráða ferðinni, þess vegna er félagið ungt enn í dag og ber nafn með réttu. Ég mynnist á þetta hér vegna þess að ég vil undirstrika að við verðum að laga félagið að aðstæðum á hverjum tíma til að það megi gegna hlutverki sínu sem best og koma markmiðum sínum á framfæri. Það verður ekki gert nema félagið tali það mál er skilst í þjóðfélaginu hverju sinni. Undanfarið hafa vaknað upp umræður að skilgreina markmið félagsins, efla stefnumótun og setja upp skipurit fyrir félagið sem beri keim af tuttugustu og fyrstu öldinni. Ég tel brýnt að þessari vinnu verði vel sinnt á næstunni til að við drögumst ekki afturúr í þeirri keppni um athyglina sem er milli alls frjáls félagsskapa á þeim tímum er allt miðast við mínútur í ljósvakafjölmiðlum. Sá viðburður er langmest ber á í starfi Ungmennafélags íslands eru landsmótin sem félagið heldur á sem næst þriggja ára fresti. Það má segja að landsmótin séu að miklu leiti andlit félagsins útávið og um leið fjöregg Ungmennafélags Islands, þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli hvernig við högum landsmótum í framtíðinni. Hvernig sem á það er litið hafa tvö síðustu landsmót ekki orðið félaginu sú lyftistöng er búist var við og þau hafa líka komið illa út fjárhagslega vegna þess að ekki sótti þau sá fjöldi fjólks er búist var við. Ég tel að við verðum að vanda þá vinnu vel sem framundan er við framtíðarskipulag landsmótanna. Nýlega var skipuð nefnd til að fara yfir hvernig ætti að haga landsmótunum frá 2001 og inní nýja öld, þá vinnu verður að vanda vel. Ég tel að við verðum að vera óhrædd við að brjóta upp form Landsmótsins sem hefur verið með líku sniði frá upphafi og laga það vel að aðstæðum dagsins í dag og vona að sá dagur verði undanfari nýrrar aldar. Ég er ekki að tala um að breyta landsmótunum breytinganna vegna heldur verðum við að finna þennan gullna meðalveg einu sinni enn og feta hann síðan. Breytingarnar tel ég að verði helst að vera í því fólgnar að taka meira inn almenningsíþróttaþáttinn og stefna að meiri þátttöku hins almenna félagsmanns í mótinu. Fyrsta skrefið hefur þegar verið stigið í þeirri þróun þegar ákveðið var að selja ekki aðgang að landsmótinu í Borganesi á næsta ári og taka heldur upp þátttökugjald. I framhaldi af því verðum við að fjölga þátttakendum með því að bjóða uppá fjölbreyttari keppni og bæta þar við greinum sem almenningur er tilbúinn að taka þátt í og borga fyrir um leið. Ég tel að ef vel tekst til við stefnumörkunina og skipulag landsmótanna þurfum við ekki að kvíða að Ungmennafélag Islands eldist svo neinu nemi á næstu árum. ísland allt Sigurður Aðalsteinsson Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.