Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 32
ír bestu Michael, Dennis og Scottie - þrír hestu íþróttamenn í heimi? Kannski ekki en þeir eru allavega besta tríó sem körfuboltalid getur beóió um. Jordan ser um aó skora, Rodman tekur fráköstin og Pippen skorar, tekur fráköst og stelur. Ekki má svo gleyma því aó allir áttu þeir sœti í varnarliói NBA sem valió er undir lok tíma- bilsins. MICHAEL JORDAN Michael Jordan kom til leiks í vetur í betra formi en nokkru sinni fyrr. Jordan var stigahæsti leikmaður deildarinnar ásamt því að vera valinn leikmaður ársiiis, leikmaður úrslitakeppninnar og leikmaður stjörnuleiksins. Michael Jordan er nú orðinn 33 ára gamall og kannski farið á styttast í annan endann á annars glæsilegum ferli. Hann gerði nú nýlega nýjan samning við Chicagao Bulls og hækkaði þá árslaunin sín um litlar 1500 milljónir m:\MS liiniMAA Eftir erfitt tímabil hjá San Antonio skiptu Chicago á Will Perdue (hver er það?) og Dennis Rodman. Rodman sýndi í vetur að hann getur haft stjórn á skapi sínu og spilað góðan körfubolta. Dennis var valinn í varnarlið ársins en hann hirti einnig flest fráköst í leik í vetur. Dennis Rodman hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Chicago en hefur lýst því yfir að hann vilji leika þar aftur þar sem Phil Jackson skilji hann betur en aðrir þjálfarar. scottie i'im;\ Það hefur svo sannarlega ræst úr þessum strák sem Seattle Supersonics höfðu ekki not fyrir á sínum tíma. Scottie Pippen hefur sýnt það að hann er besti alhliða leikmaðurinn í deildinni í dag og Michael Jordan sagði að Pippen væri bestur í NBA. Pippen er enn á samningi hjá Chicago og verður því við hlið Jordan á næsta ári. Það er svo bara spurning hvort þeir bæta einum hringnum við í viðbót. 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.