Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 34
VUw jjíil * I ...að meðalaldur apa er aðeins fjórtán ár á meðan meðalaldur manna er á milli 70-80 ár. ...að þegar eitt tonn af dagblöðum er endur- unnið lifa 17 tré. ...að fyrir 20 árum voru gróðursett 300 milljón tré við Kínamúrinn. ...að tæplega 332 milljónir manna hafa spænsku sem móðurmál á meðan rúmlega 800 milljónir tala Mandarin sem sem er móðurmál Kínverja. ...að tóbak var fyrst notað í Bandaríkjunum í kringum 1650. ...að sólin er stjarna sem er rúmlega 28 sinnum þyngri en jörðin. ... að leiðin sem jörðin fer í kringum sólina er um það bil 1000 milljón kílómetra löng og að jörðin er á um 100.000 kílómetra hraða. ...að á Mars er stærsta eldfjall sem finnst í sólarkerfinu. ...að það tekur Júpiter 11,9 ár að fara hringinn í kringum sólina. ...að Kínverjar eru í dag u.þ.b. 1.190,431,000. VIÐTAL ----T----------- Kominn heim Nýr dúett er tekin vid framkvœmdastjórastöðu Iþrótta fyrir alla. Eftir að Gunnlaugur Grettis- son sagði starfi sínu lausu kom Þorsteinn G. úr útvarpinu til að vinna með vinkonu sinni Helgu Guðmunds- dóttur. En hvað kom til að Þorsteinn sagði upp starfi sínu hjá útvarpinu? Þorsteinn: Ég fékk bara símtal þar sem mér var boðið þetta starf og ég sagði auðvitað nei þar sem mér leið svo vel hjá útvarpinu. En svo fór ég að velta því fyrir mér hvort það væri bara ekki fínt að hætta hjá útvarpinu og hvíla hlustendur, vonandi áður en þeir væru leiðir á mér. Það er líka alltaf hætta á því að menn brenni upp í útvarpi og að fólk fái leiða á manni. Ég sagði hins vegar þegar ég fór að ég kæmi aftur og kannski kemur sá dagur. Ert þú sjálfur mikið fyrir útivist og hreyfingu? Þorsteinn: Já, já, ég er búinn að vera það alveg frá því að ég var barn - reyndar með ágætu hléi á tímabili. Ég hef frá stofnun Iþrótta fyrir alla tengst þeim svona pínulítið og aðallega í gegnum hana Helgu stórvinkonu mína. Það má því kannski segja að ég sé bara kominn heim. Hvað er á döfinni hjá ykkur núna. Kvennahlaupið er nýbúið, hvernig gekk það? Þorsteinn: Já, það er nú best að Helga, framkvæmdastjóri kvennahlaupsins svari fyrir það. Helga: Það gekk alveg stórvel. Við vorum með rúmar 15.000 konur í fyrra og settum okkur það markmið að ná 17.000 í ár. Lokatölur segja hins vegar að 19.000 konur hafi tekið þátt og við erum að sjálfsögðu mjög kát með það. Hvað tekur við núna? Þorsteinn: Það tók eitt við af öðru því um leið og kvennahlaupinu lauk þá fórum við á fullt að undirbúa hlaup fyrir Rafmagnsveituna sem fram fór í Elliðarárdalnum. Núna erum við að vinna með þá hugmynd að vera með strandblakkeppni í Nauthólssvíkinni og hver veit svo það sé ekki nema Helgu vegna að við höfum Pamelu Anderson „look-a- like" keppni þar. Síðan er fullt af hugmyndum um nýjungar sem við erum að vinna og það er ekki nema lítið brot af þeim sem mun líta dagsins ljós nú í sumar en hver veit með næsta sumar. ISLANDSBANKl 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.