Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 29
Dagleg líkamsrækt er mikilvæg fyrir góða heilsu, þol og útlit. Sá sem æfir reglulega á auðveldara með að einbeita sér að daglegum verkefnum, hefur meiri orku og á auðveldara með svefn en sá sem lítið hreyfir sig. Hvað gerist þegar þú æfir? Þegar einhverskonar líkamsrækt er stunduð þyngist öndun þannig að meira súrefni flyst til lungnanna. Hjartað dælir súrefnisfyllra blóði til allra líkamshluta sem veldur því að vöðvar og liðir verða svegjanlegri. Hvað gerist ef þú æfir ekki? Ef engin líkamsrækt er stunduð minnkar þol og vöðvar veikjast. Án æfinga vinnur líkaminn ekki jafn vel úr fæðu og má því búast við hærri tölum á vigtinni. Sá sem ekki æfir á erfiðara með svefn og hefur minni orku í starfi. Hvaða æfingar er best að stunda? Öll líkamshreyfing er af hinu góða. Hjólreiðar, dans, hlaup, sund og knattspyrna eru vinsælar leiðir til hreyfingar en hver og einn verður að finna æfingar við sitt hæfi. Ad stiirla í sliórii félafs Stjórn félags fer með œðsta vald C málefnum félags milli aðalfunda. iJig félagsins eru stjórnarskrá þess og þar er að fmna upplýsingar um tilgang og markmið félagsins. Stjórn félags fœr umboð sill frá aðalfundi sem kýs luina. Verksvið og helstu verkefni stjórnar komafram í lögum félagsins og aðalfundarsamþykktum. Auk þess hafa stjórnir frumkvœði um að lirinda ákveðnum málum Cframkvœmd, en stjórn má aldréi aðhafast neitt sem brýtur í bága við lög, aðalfundarsamþykktir eða hagsmuni félagsins. Ákvarðanir stjórnar eru teknar á stjórnarfundum. Þess vegna er nauðsynlegt að halda stjórnarfundi reglulega. Best er að hafa fasta fundartCma, en ef svo er ekki er gott að ákveða nœsta fund C lok hvers fundar. Ákveðin dagskrá þarf að liggja fyri.r á stjórnarfundum og skrá þarffundargerðir. Ritari stjórnar ritar fundargerðir. Stjórnir félaga þurfa að gera áœtlun um störf sCn. Áætlunin inniheldur yfirlit um verkþœtti, verkaskiptingu og tímaáœtlun. Ennfremur þarf stjórn að gera fárhagsáœtlun, ef ekki liggur fyrir fárhagsáœtlun samþykkt á aðalfundi. Formaður er C raun verkstjóri stjórnar og ber ábyrgð á þvC að starfsáætlun C heild standist. Gjaldkeri hefur umsjón með fármálum og fárhagsáœtlun. Stjórnarmenn bera ábyrgð á störfum stjórnar allir sem einn. Ekki er vænlegt til árángurs að stjórnir félaga skiptist C stjórn og stjórnarandstöðu. Stjórn þarfað standa skil gjörða sinna gagnvart aðalfundi. Hún skilar skriflegri skýrslu til aðalfundar um störf sCn. Reikningsskil eru hluti af skýrslu stjórnar. Frekari upplýsingar um störf sljórnar er að finna C bókinni Vertu með II, sem er gefin út af Námsgagnastofnun. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.