Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1996, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.05.1996, Qupperneq 30
IMFI-FRETTIR -----▼------ •Fátt virðist geta stöðvað Blika- stelpurnar í l.deild kvenna í knattspyrnu. Breiðablik hefur sigrað deildina s.l. tvö ár og að loknum sex um- ferðum í ár hafa þær 7 stiga forskot. •Hajrudin Cardakija, markvörður Breiðabliks, hefur alls varið þrjár vítaspyrnur í deildinni í sumar og þrátt fyrir að deildin sé rétt hálfnuð hefur hann þegar sett nýtt met. •Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fór fram fyrir stuttu og er skemmst frá því að segja að FH-ingar sigruðu á mótinu með miklum mun en alls fengu þeir 231,5 stig. •Þeir brostu ekki breitt Keflvíkingar þegar Eyjamenn slógu þá út úr bikarnum en það var áberandi á áhorfendabekkjum brosið á alþingis- og eyjamanninum Arna Johnsen. •Lið Skallagríms frá Borgarnesi hefur komið skemmtilega á óvart í 2. deildinni í knattspyrnu í sumar. Skallagrímsmenn eru í 2. sæti eftir fyrri umferðina rétt á eftir Frömmurum. Landsmót Framkvœmdars tjóri ráóinn Nú er búið að ráða framkvæmdastjóra fyrir 22. landsmót UMFÍ sem haldið verður í Borganesi næsta sumar. Sex umsækjendur voru um starfið og var Kristmar Ólafsson ráðinn. Við verðum með umfjöllum um landsmótið í næsta blaði Skinfaxa og þá vonandi viðtal við nýjan framkvæmdastjóra Afmæli Þórir Jónsson 50 ára Þórir Jónsson, formaður UMFI, hélt ekki alls fyrir löngu upp á 50 ára afmæli sitt. Þórir tók á móti gestum að heimili sínu þar sem um 200 manns óskuðu honum til hamingju með öldina hálfa. Þórir fékk meira en afmælisgjafir á afmælisdegi sínum því hann var sæmdur gullmerki ISI fyrir störf sín í þágu íþróttamála. Við hjá Skinfaxa óskum Þóri til hamingju. I NF0RMATI0N MANAGEMENT V_____________________________________J 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.