Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 19
SUMARBUÐIR l \I» Kannski hefur presturinn í sumarbúðum UNÞ verið eitthvað líkur Penny Hardaway þegar hann var klæddist Nike Air skónum Presturmn og Nike Air skórnir Einu sinni fyrir langalöngu bjó prestur á Skinnastað. Þessi prestur átti sér draum en hann var að komast yfir brúna upp stíginn langa og alla leið upp á ásinn. En eini vandinn var sá að tröllskessa bjó undir brúnni hjá stígnum og henni var illa við að láta einhvern labba yfir brúna. Prestur ákvað nú að fara inn á Akureyri og kaupa sér nýja Nike Air skó svo hann gæti stokkið yfir tröllskessuna. Þegar hann kom til baka stökk hann út úr bílnum, setti á sig nýju skóna og lagði af stað. Þegar hann kom að brúnni stökk tröllskessan upp á brúna og öskraði; „þú mátt ekki labba yfir mína brú." Prestur lét sem hann heyrði ekki, heldur tók tilhlaup og stökk yfir tröllskessuna og hljóp af stað upp stíginn og tröllskessan á eftir. Prestur hljóp svo hratt upp stíginn á undan tröllskessunni að tröllskessan settist niður og grét sig í hel yfir því að ná prestinum ekki. Prestur komst uppá ásinn og þakkaði þar Guði fyrir að láta drauminn rætast með því að sýna sér fegurð Öxarfjarðar af ásnum. Lýkur hér sögunni af presti, tröllskessu og nýju Nike Air skónum. (höf: Baldur Jóel, Ólöf, Eygló, Jóhannes, Lára, Kristrún, Lilja, ívar, Elvar Már og Pétur. Skráð í sumarbúðum UNÞ í júní 1996)

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.