Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1996, Page 37

Skinfaxi - 01.05.1996, Page 37
óvart í deildinni í sumar? „Mér finnst gaman að sjá IBA vera að standa sig vel og þær hafa verið að reyta stig af þessum liðum sem áttu að veita okkur mestu samkeppnina. Síðan hef ég trú á IBV - það eru góðar stelpur í því liði og mér finnst þær eiga að geta meira. En er þetta ekki slæmt fyrir deildina þegar eitt lið stingur svona af? „Það kæmi án efa fleiri áhorfendur ef deildin væri jafnari - það segir sig alveg sjálft. Það er líka mikið talað um það að deildin sé búin en við hjá Breiðablik vitum það vel að deildin er ekki búin og margt getur breyst í heilli umferð." Hvernig „peppið" þið ykkur upp fyrir leiki á móti þessum lakari liðum sem þið vinnið með allt að 10 marka mun? „Þá reynum við bara að halda einbeitingu og pössum okkur að detta ekki niður. Ég held að það bitni helst á landsliðinu, þegar við höfum verið að spila á móti slökum liðum í deildinni komum við illa undirbúnar í alþjóðlega leiki og erum kannski að tapa þar sem við erum ekki í nægilega góðu formi" Má búast við því að einn daginn verði kvennadeildin jöfn og spennandi? „Það eru alltaf koma fleiri og fleiri efnilegar stelpur í deildina og það er orðið áberandi að fleiri lið hefja uppbyggingu fyrr. Það hafa til dæmis aldrei verið stelpur úr fleiri liðum í 16 ára landsliðinu heldur en í dag og nú eru þær farnar að koma frá fleiri stöðurn á landinu. Oftast hefur Breiðablik verið að senda svona fimm, sex stelpur en í ár eru þær bara tvær og ég held að það sé bara jákvætt." Er eitthvað hægt að gera til að gera deildina jafnari - mætti til dæmis fækka liðunum? „Ég held að deildin yrði miklu áhuga- meiri ef fyrirkomulaginu yrði breytt og VIÐTAL -----------T------------- liðunum yrði fækkað. Það mætti til dæmis fækka liðunum í sex og spila þá tvöfalda umferð. Ég held að það yrði öllum til góða að fækka liðunum því þá fengju toppliðin að keppa innbyrðis og leikirnir yrðu meira spennandi á meðan lakari liðin þyrftu ekki að þola öll þessi stóru töp. Þessi lið sem eru í fallbaráttunni hafa örugglega ekkert gaman af því að keppa við lið eins og Breiðablik og þurfa kannski að ná í boltann 10 sinnum í netið hjá sér." Ef maður lítur á þessi unglingamót fyrir stelpur eins og Gull og silfurmótið og Pæjumótið þá virðist Breiðablik alltaf næla í flest gullin - hvað veldur þessu? „Ég held að við séum bara komnar skrefinu lengra en önnur lið. Upp- byggingin sem er að byrja um land allt í dag byrjaði hjá okkur fyrir mörgum árum og við erurn enn að hagnast á því. Við erum líka yfirleitt með miklu meiri fjölda af stelpum sem koma og æfa hjá okkur en hjá hinum liðunum á stór- Reykjavíkursvæðinu, þar af leiðandi höfum við úr meiru að vinna." Hvað er að gerast hjá kvenna- landsliðinu í dag? „Við eigum leik við Rússa 17. ágúst og ef við vinnum hann erum við komnar í úrslit." En hvernig stendur Breiðablik getulega gegn liðum frá Evrópu? „Við höfum tvisvar farið og tekið þátt í Norðurlandamótum þar sem við höfum staðið okkur ágætlega. Síðast fórum við til Noregs og stóðum okkur alveg ágætlega - við náðum jafntefli við norsku meistarana en töpuðum fyrir þeim dönsku. Það verður að hafa í huga að þessi lið eru bæði mjög sterk og þetta eru þjóðir sem eru lengra komnar en við í kvenna- knattspyrnu." Að lokum, nú var greint frá því nýlega í dagblöðum að þú værir á leiðinni út í nám. Ert þú á förum frá Breiðabliki? „Ég hef nú ekkert ákveðið ennþá en ég er bæði að skoða Bandaríkin og Þýskaland. Ef ég fer til Bandaríkjanna mundi ég örugglega spila hérna heima á sumrin svo ég er ekkert á förum frá Breiðablik." Asthildur Helgadóttir og félagar hjá Breiðabliki hafa haldið sigurgöngu sinni áfram í deildinni allt frá því viðtalið var tekið og því ekkert sem bendir til þess að þær verði stöðvaðar í ár. Það verður hins vegar gaman að sjá hvort Asthildur nær að tryggja sér fyrsta bikarmeistara- titil sinn á ferlinum í ár, en eins og fram kemur í viðtalinu hefur hún 17 íslandsmeistaratitla en enga bikartitil. hef nn ekkert ákveðið eniiþá en éj! er bæði ail skmla Bandaríkin iijj Kskalanil Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.