Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 11
F ramtíðarhandboltastelpur Þœr eru sprœkar þótt þœr séu litlar stelpurnar í 6. flokki Stjörnunnar í handbolta og taka svo sannarlega eftir fyrir- myndum sínum úr meist- araflokki. Stelpurnar í 6. flokki tryggóu sér nefnilega Islands- meistaratitilinn í hand- bolta í vetur og blaða- mabur rakst á þœr Lilju, Halldóru og Drífu sem allar leika einmitt meb libinu. Halldóra er fyrirliði liðsins og þrátt fyrir að vera Islandsmeistari nú þegar hefur hún ekki æft handbolta lengi. „Ég byrjaði að æfa ífyrra og lék pá með b- liðinu en íár er ég ía-liðinu," sagði Halldóra. Handboltinn er frumraun Halldóru í íþróttum og eftir þennan frábæra árangur í vetur er nokkuð víst að hún staldrar við þar í nokkur ár í viðbót. Stjörnustelpurnar halda bikarnum í eitt ár en það er ekkert auðvelt að verða í fyrsta sæti á Islandsmótinu í 6. flokki. „Það er keppt prisvar í turneringum um helgar og svo komast átta lið í úrslitakeppni í restina. Liðið sem vinnur svo úrslita- keppnina er íslandsmeistari," sagði Lilja markvörður liðsins. Það er oft rætt um mikilvægi þess að hafa góða þjálfara hjá yngri flokkum þar sem uppbyggingin hefst. Anna Magga er þjálfari stelpnanna og þegar nafn hennar bar á góma blaðamanns var ekki annað að sjá en að stelpurnar væru hæst ánægðar með þjálfara sinn. „Hún er góður pjálfari og mjög skemmtileg," sagði Drífa. Félagsskapurinn í kringum 6. flokkinn er góður að sögn stelpnanna og allar eru þær mjög góðar vinkonur. „Við hittumst ekkert voðalega oft fyrir utan æfingar en stundum eru pizzupartý hjá okkur," sagði Halldóra. Þá var úrslitaleikur 1. deildar íslandsmótsins í handbolta kvenna að hefjast og stelpurnar orðnar órólegar að komast að horfa á. Við hjá Skinfaxa óskum öllum stelpunum í 6. flokki til hamingju með titilinn og hver veit nema þær keppi einn dag í úrslitaleik 1. deildar. / Utlendingaherdeild Það hefur svo sannarlega orðið fjölgun á útlendingum í 1. deildinni í knattspyrnu á undanförnum árum og lang- flestir koma frá fyrrum Júgóslavíu. Nokkrir leikmenn hafa verið hér svo lengi að þeir snúa líklega aldrei aftur heim en aðrir þola kuldann ekki alveg jafnvel og snúa fljótt heim aftur. Daði Dervic og Heimir Porcha eru báðir leikmenn sem ílengst hafa í boltanum hér á landi en þeir léku báðir um tíma hjá KR. Daði leikur hins vegar í sumar með Leiftri á Ólafsfirði en Heimir gekk til liðs við Valsmenn. Aðrir erlendir leikmenn sem gert hafa garðinn frægan hér á íslandi eru t.d. Lúkas Kostic sem nú þjálfar lið KR og markahrókarnir Bibercic og Lazorik. Hér til hliðar höfum við að gamni stillt upp úrvalsliði útlendinga en það væri gaman að sjá hvernig þeir stæðu sig ef þeir væru allir í sama liðinu. Þjálfari liðsins væri svo að sjálfsögðu Lúkas Kostic. CwbMija 'jMicic jM'diíic jMitjkouic J)ew/tc CohOUÍC jH&ticic ’pOKka LCitOHk fytteMÍc LjuUcic JOHAN RÖNNING HF Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.