Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 12
IMHVERFIÐ ----▼---- UMHVERFIÐ ( OKKAR HÖNDUM Ungmennafélag Islands og Umhverfis- sjódur verslunarinnar stódu fyrir um- hverfisátaki daganna 1.-17. júní sem nefnt var „Flöggum hreinu landi 1 7. júni‘. Ætlunin var að fá landsmenn til að hreinsa rusl hvarvetna úr náttúrunni um leið og átakið var hugsað sem víðtæk aðgerð í umhverfismálum. Umhverfisverkefnið hófst formlega þann 1. júní við hátíðlega athöfn á Alftanesi og var frú Vigdís Finnboga- dóttir viðstödd. Sama dag hófst önnur hreinsun hjá Fjölni í Grafarvogi og voru forsetaframbjóðendurnir Guðrún Agnarsdóttir og Guðrún Pétursdóttir m.a. staddar þar. Ýmislegt annað var gert í tilefni af umhverfisátakinu og verður hér nefnt nokkuð af því. Nokkur ungmennafélög í Skaftárhreppi skiptu með sér dögum varðandi hreinsun lands og voru í samstarfi við hreppsnefnd staðarins. Golfklúbbur Hveragerðis reif niður ónýtt hús í tilefni af átakinu. Ungmenna- félagið Hvöt á Blönduósi gaf leikskóla- börnum 60 poka af Græna hirðinum og var með því að hvetja ungviðið til að sinna umhverfisvernd. Iþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri auglýsti mótttöku á rusli og efnagreindi það. Mörg ungmennafélög sendu bréf til fólks á þeirra svæðum og hvöttu til að taka þátt í hreinsuninni. Félögin völdu sér flest öll vissa daga til að hreinsa og viss landsvæði. Mörg þeirra voru með grill og ýmsar uppákomur vegna átaksins. Sveitarfélög voru víða í samstarfi við ungmennafélögin vegna hreinsunarinnar. Þau sáu m.a. um mótttöku á rusli, auk þess sem þau tóku þátt í hreinsuninni. Blönduósbær var til dæmis í samstarfi við ungmennafélagið á staðnum og hvatti fólk til hreinsunnar. Hreinsunarátakið var m.a. auglýst á forsíðu Gluggans sem kemur inn á hvert heimili á Blönduósi. A Stöðvarfirði var blandað saman kvennahlaupi og hreinsun. Það var gert á þann hátt að konur sem tóku þátt í hlaupinu fengu ruslpoka átaksins til að tína í, að hlaupi loknu. Markmiðum náð Markmiðin með átakinu „Flöggum hreinu landi 17. júní" voru að: 1. Efla vitund almennings og sérhvers einstaklings á bættri umgengni við landið. 2. Hvetja einstaklinga, félög og hagsmunasamtök til að sinna umhverfisvernd. 3. Leitast við að safna upplýsingum um umfang útlitsmengunar. Ætlunin var að fá landsmenn til að hreinsa rusl hvarvetna úr náttúrunni og taka þar með þátt í að gera Island að einu hreinasta vestræna landinu fyrir árið 2000. 1. Aróðursgildi átaks af þessu tagi er mikilvægt og því sýnilegra sem það er þeim mun líklegra er það til að efla vitund fólks um umhverfið. Margt var gert til að vekja athygli á hreinsuninni. Hljómsveitin Endurvinnslan tók þátt í kynningu og hélt m.a. umhverfis- tónleika. Fjölmiðlar voru einnig mjög virkir í að fylgjast með hreinsuninni og hefur það án efa virkað hvetjandi á fólk. Fyrsta markmiðið hefur því örugglega að nokkru skilað sér til fólks. En til að halda vitund fólks við þarf stöðugt að vera að minna á mikilvægi umhverfisins. Umhverfisátak af þessu tagi er því nauðsynlegt með jöfnu millibili. Það er með þetta eins og annað að það er dropinn sem holar steininn. 2. Ætla má að alls hafi um 10.000 manns tekið þátt í átakinu. Þetta er gróflega hægt að áætla út frá því að 10.000 Grænir hirðar gengu út. En Græni hirðirinn var taupoki sem var seldur í tilefni af átakinu og innihélt hann ruslapoka og bók með fróðleik um Aróðursgildi átaks af þessu tagi er mikilvægt og því sýnilegra sem það er þeim mun líklegra er það til að efla vitund fólks um umhverfið 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.